Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 157
ÁHRIF ÍSLHNZK'RA BÓKMENNTA
123
Þegar undan er skilinn Leconte de
Ljisle einn, og rit hans “Poemes
barbares,” þá verður ekki bent á
eitt einasta afbi’agðsskáld eða rit-
höfund frakkneskan, er sýnt hafi
nokkurra sérstaka þekkingu á ís-
lenzkum bókmentum. Með því að
sá, er þetta ritar, dáist að frönskum
bókmentum yfirleitt, og Victor
Hugo sérstaklega, leyfir hann sér
að ganga þegjandi fram hjá hinni
ferlegu sögu hans “Han d’Islande,’’
og þar sem getið er um ísland í
“Pecheur d’ Islande” eftir Loti og
“Voyage au centre de la terre” eftir
Jules Verne, þá fær það ekki dulist
að þessir frægu höfundar eru með
öllu áhugalausir fyrir hinni veglegu
fortíð lands vors og að líkindum
með öllu þekkingarlausir um bók-
mentir þess.
Það er því fagnaðarefni að geta
horfið frá ófrjóum lendum megin-
landsins og aftur norður á bóginn—
þessu sinni til’Englands. Hér verð-
vart djúptækra og margvíslegra á-
hrifa og fyrir oss verður að minsta
kosti einn rithöfundur, sem jafn-
fætis stendur hinum ágætu rithöf-
undum Norðurlanda, er þegar hefir
verið getið um.
Á 17. og 18. öld þektust íslenzkar
bókmentir á Englandi aðallega í
latneskum þýðingum fræðimanna
af Norðurlöndum og af hinum
frægu ritum Thomas Bartholins,
sem getið hefir verið um. í “The-
saurus’’ eftir George Hickes (1642-
1715), sem út var gefið í Oxford
1703-1705, var þýðing í óbundnu
máli af “Angantýr vaknar” úr Her-
vararsögu. Þetta var mikilsvert
verk, því það vakti áhuga á hinum
fornu bókmentum, og árið 1770
kom út þýðing Percys biskups
á “l’Histoire de Danemark’ eft-
ir svissneska fræðimanninn P.
H. Malet, og var nefnt á
ensku “Northern Antiquites,” en í
því riti bættust enn við nokkurar
þýðingar á íslenzkum kvæðum.
Thomas Gray varð fyrstur veruleg-
ra skálda til þess að nota þennan
forna skáldskap, þó eru Örlaganorn-
irnar, og hið markverða kvæði hans
“Niðurstigning Óðins’’ frekar berg.
mál en þýðing af Darraðarljóðum og
Vegtamskviðu. A. S. Cottle gaf árið
1797 út þýðingu sína á Sæmundar-
eddu, og 1804 komu “Úrvalsljóð ís-
lenzk’’ út, er William Herbert hafði
þýtt úr frummálinu. Sir Walter
Scott þekti öll þessi verk, og hafði
hann sérstakt dálæti á Bartholin.
Hann ritaði 1813 frásögn um Eyr-
byggjasögu fyrir útgáfu Mallets,
“Skýringar á norrænum fornfræð-
um”. Svo er að sjá sem honum hafi
þótt afarmikið til um Eyrbyggjasögu
Hann vitnar mjög mikið í hana í
ritinu “Um áratrú og galdur.’’ Af
skránni yfir bækur Scotts í Abbots-
ford sést, að hann hefir átt margar
íslenzkar bækur, frumrit og þýðing-
ar, og hann færir sér þessa þekk-
ingu í nyt í sumum skáldsögum sín-
um, einkum í “Haraldur hugrakki”
og “Ræninginn.’’ En við það verð-
ur að kannast, að þekking hans á
norrænni goðafræði og sögu var
ekki nákvæm. Hann talar t. d. um
slafneska guðinn “Czernebock”
(czerny bog hinn dökki guð) í Ivan-
hoe og Haraldi hugrakka sem væri
þetta guð heiðinna Dana og Saxa.
Og ekki verður sagt að áhrifa kenni