Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 158
124
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
frá íslenzkum fræðum í frásagnar-
hætti hans.
Á 19. iöld örfast mjög fræði-
menska um íslenzk efni á Englandi.
Hin mikla íslenzk-enska orðaibók, er
Richard Cleasby hóf að semja og
Guðbrandur Vigfússon lauk við árið
1874, er enn í dag fullkomnasta og
bezta orðabókin yfir liið forna mál
vort. .Thomas Carlyle hélt mjög
fram máli goðafræði Norðurlanda
í fyrirlestrum sínum um hetjur árið
1840, og þýðing Samuels Laings á
Heimskringlu 1844 varð til þess, að
Carlyle ritaði “Fornir Noregskon-
ungar.’’ í sömu lindina sótti Long-
fellow hvötina til þess að yrkja
kvæðaflokkinn um Ólaf konung
Tryggvason, og hið fræga “Þórs-
mál”, sannarlega norrænt að anda,
er nokkurskonar forleikur að þess-
um flokk, sem nefndur er “Saga
söngvarans” og er hluti af “Sögur-
nar í veitingahúsinu við þjóðveginn’’
sem út er gefið 1863. Annað mark-
vert kvæði, sem hafið var 1850 en
ekki birt fyr en 1868, er “Ferðin til
Vínlands’’ eftir James Russel
Lowell. Vitanlega hafa margir ensk-
ir og amerískir rithöfundar skrifað
og ort um þessar frægu rannsókn-
arferðir (m. a. R. M. Ballantyne)
og Charles Kingsley færði Ameríku-
mönnum greinilega heim sanninn
um mikilvægi þess, að íslendingar
uppgötvuðu Ameríku, í fyrirlestrum
sínum árið 1874, er hann kom þang-
að til lands. Sir George Webbe
Dasent, sem þýddi Njálssögu og
Gísla sögu Súrsonar, er einnig höf
undur skáldsögunnar “Víkingamir
í Fystrasalti,” sem styðst við Jóms-
víkinga og Knytlingasögur. En
hvorki verður sagt um þessar sögur
né sögur annara enskra rithöfunda
um íslenzk viðgangsefni, er tekin
hafa verið beinlínis eða óbeinlínis úr
fornsögunum (eins og t. d. “Eiríkur
bjarteygði’’ eftir Rider Haggard) að
almenningur hafi orðið verulega
hugfanginn af þeim, og ekki er
sennilegt, að þær verði taldar til
höfuðrita þessara höfunda. Sögur,
sem gerast eiga á íslandi — fræg
og að ýmsu leyti markverð bók er
“Glataði sonurinn’’ eftir Sir Hall
Caine — eru að jafnaði ekki með
miklum íslenzkum svip, þótt nöfn
og staðhættir kunni að vera það, og
lundarfari manna er sjaldnast lýst
með þeim einkennum, sem vér
imundum kannast við að væri vor
einkenni. Meiri líkindi eru til þess.að
hið fagra kvæði Matthew Arnolds
“Dauði Baldurs,’’ kvæði Sir Edmund
Gosse, “Dauði Arnkells’’ og sorgar-
leikur hans, “Eiríkur konungur”
varðveitist í minni nianna, og at-
hygli vildi ég einnig vekja á mjög
hugnæmum og markverðum sjón-
leik, “Gísli Súrsson,” eftir kvenrit-
höfundinn Beatrice Helen Barmby
(1900).
En William Morris varð fyrir
meiri áhrifum af íslenzkum bók-
mentum en nokkur annar enskur
rithöfundur. Viðkynning hans við
Eirík Magnússon, íslenzkan fræði-
mann, er búsettur var á Englandi,
og ferðir hans til íslands, ollu því
að hann varð vel að sér í íslenzku
máli, og sannast það greinilega af
þýðingum hans, er hófust 1869 með
Gunnlaugs sögu Ormstungu og
Grettissögu og enduðu með Heirns-
kringlu, er Eiríkur Magnússon lauk