Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 159
Á.HRIF ISLiENZKRA BÓKMENNTA
125
við eftir að Morris var látinn. Eg
hefi þegar drepið á þessar þýðingar
í sambandi við þýðingar N. M. Pet-
ersens á íslendingsögum. En mikil-
vægari í mínum huga eru hin frum-
legu skáldverk Morris, þar sem hann
notar íslenzk eða norræn yrkis-
efni, eins og í “Unnendur Guðrún-
ar’’ í “Hin jarðneska Paradís’’, en
í þessu dásamlega söguljóði er efnið
tekið úr Laxdælu. Við það verður
að vísu að kannast, að hin forna
saga fær á sig nokkurn nútímasvip,
svo að betur falli lesendum á Vik-
toríu-tímabilinu — gengið er þegj
andi fram hjá ruddalegri framkomu
Kjartans við ættingja Guðrúnar, og
verður því frásagan honum hliðholl-
ari en í hinni fornu sögu, sem trúrri
er veruleikanum. Myndin af vini
hans og keppinaut, Bolla, er dregin
af snild, og eins er um kvenlýsing-
arnar — Guðrún, ákaflynd og stór-
lát, og hin þýölynda Hrefna. “Fóst-
run Áslaugar, ’’önnur frásaga í “Hin
jarðneska Paradís”, styðst við þjóð-
sögn í Völsungasögu, en sú saga
varð (1877) yrkisefni Morris í á-
gætasta söguljóði hans, “Sagan af
.Sigurði Völsung og falli Niflunga.’’
Um hana segir ágætur ritrýnir (C.
H. Nordby), að hún sé “hin óvið-
jafnanlega kóróna allra enskra
Ijóða um fornnorræn efni”. Áreið-
anlegt er, að Morris leit sjálfur svo
á, sem þetta væri hans mikilsverð-
asta verk, og er ekki líklegt, að það
gleymist meðan næmleikur fyrir
stórfeldum kveðskap er til á jörðu.
Dásamlegt er, hvernig hann notfær-
ir sér þekkingu sína á margvísleg-
um sviðum íslenzkra fræða. En
útfærslan í kvæðunum og hitt,
hversu ant hann lætur sér um smá-
atriði í meðferðinni á hinum fornu
sögnum, minnir frekar á Hómer en
Eddurnar, enda þótt hann taki upp
í Ijóð sín ágæta kafla úr þeim.
íslenzkra áhrifa verður einnig
vart í sögum hans í óbundnu máli,
sérstaklega í “Ylfingaættin” og
“Fjallarætur,’’og hér iðkar hann það
einnig mikið, sem honum var næsta
eiginlegt, að smíða ensk nýyrði eftir
íslenzkum fyrirmyndum; en vafa-
laust gerir þetta almenningi óhæg-
ara um lestur þessara yindisleg(u
bóka. Morris var hugleikið að
koma á fót nýrri tegund óbundins
listamáls handa samlöndum sínum,
á sama hátt og hann kappkostaði að
kenna þeim að meta nýja uppdrætti
sína í vefnaði og nýjan myndastíl
í bókum. Dæma verður nýbreytni
hans í máli samliliða öðrum afrek-
um lians fjölbreytta upplags. Hann
telur sig eiga erindi við þá eina, er
unna listinni ómengaðri og málinu
hreinu — og hiröir ekki hót um
skoðanir annara. íslenzk náttúra
hafði djúptæk áhrif á huga hans, og
eftirtektarvert er, að þegar hann t.
d. í Fjallarótum er að skýra frá her-
ferð, sem tevtónskur ættbálkur f
Alpafjöllunum hefir hafið gegn
Húnaskaranum, sem æðir inn í
landið, lýsir hann landinu á þá lund,
sem að líkindum á hvergi við nema
á íslandi. Hann bregður upp fyi'ir
oss stórum hraunbreiðum og dökk
um lrömrum, fljóti, sem nefnt er
‘Shivering flood’’ (Skjálfandi) og
eldfjalli með íshettu, er heitir
“Shieldbroad” (Skjaldbreiður) —
þetta er í raun og veru landslag,