Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 160
126
TlMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
sem hann sjálfur hefir séð á ferðum
sínum á íslandi.
Morris lætur í Ijós ást sína á ís-
landi í ljóðabókinni “Poems by the
Way”. í kvæðinu “ísland eygt’ eru
iþessar línur — (ísland talar):
“Not for this nor for that was I
wrought.
Amid waning of realms and of
riches
And death of things worshipped
and sure,
I abide here, the spouse of a God,
And I made and I make and en-
dure.
Hann eygir bjargandi mátt í ís-
landi, sem á sínum tíma muni koma
sljófu, þjáðu mannkyni til hjálpar:
“Yet sure when the world shall
awaken
this too shall be mighty to save.
Hér mun ég ljúka máli rnínu. Ef
litið er yfir alt í heild, kemur í Ijós,
sem vænta mátti, að áhrif íslands
hafa verið magnmest meðal þeirra
þjóða, sem oss eru nákomnastar að
ætterni — Norðurlandaþjóða og
enskumælandi þjóða. En líklegt er,
að Þýskaland hrífist í framtíðinni,
jafnvel enn meira en nú, af töfrum
fornbókmenta vorra, ekki sízt fyrir
þá sök, að þráin eftir sjálfs-þekk-
ingu og tjáningu örvast nú óðum
eftir nýafstaðnar heimshörmungar.
-—Og örugt mun að spá hinu sama
um enskumælandi þjóðir. Því ekki
á það við um Noröurlönd ein, heldur
allan tevtónskan heim, að vötn öll
falla til íslands. ísland var, er og
mun verða tengslið milli allra tev-
tónskra þjóða, og áhrif þess munu
sækja fastast á þá, er bera kensl á
sitt eigið kyn, einkenni þess, hug-
sjónir þess og skyldur.