Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 161
IbóKjimeinitlir epfciir siósRipHii^
Eftir Einar Ól. Sveinsson
mag. art.
Þegar farið var að líða á fyrra
helming 16. aldar, dró til stórra tíð-
inda á íslandi. Þá tók að berast
þangað gnýrinn af þeim atburðum,
sem gerðust suður um Evrópu, og
innan stundar var ísland ekki leng-
ur hlutlaus áheyrandi, heldur var
það miskunnarlaust dregið inn í
leikinn. Þð var sogað inn í iðukast
þeirrar trúarbyltingar, sem þá geis-
aði í flestum löndum norðan Mund-
íufjalla og Ágústína munkurinn
Morten Luther átti mestan þátt í
að hrinda af stað.
Að sjálfsögðu hefir margt stutt
þessa hreyfingu, þar sem hún er upp
runnin, en hún er án efa ekki annað
en nauðsynleg afleiðing ástandsins,
sem þar var, í trúmálum, kirkju-
málum og félagsmálum. En öðru
máli gegnir um siðskiptin á íslandi.
Orsakirnar voru þar pólitízkar, sið-
skiptin urðu fyrir valdboð frá
Kristjáni konungi III., og fyrir utan
:áhrif þau, sem þessir atburðir höfðu
á trú manna og siðu, voru þeim
samfara hinar afarríkustu breyting-
ar á hag og sjálfstæði þjóðarinn-
ar.
Kaþólsk kristni hafði verið í lög
leidd á íslandi árið 1000, og var
'kirkjan lengi framan af á leikmanna
valdi. En þetta breyttist, er tímar
liðu. Á 12. og 13. öld var kirkjan
mjög að færast í aukana, og eptir
1300 var kirkjuvaldið komið í al-
;gleyming, en fer þó stöðugt í vöxt
allt til siðskipta. Þá er svo komið,
að kirkjan á hér um bil helming
allra jarðeigna í landinu.
Varla gat hjá því farið, að í
kekki kastaðist milli kirkjunnar og
leikmanna. En þær deilur voru
alltaf út af fjármálum og engum
leikmanni kom nokkru sinni til
hugar að rísa á móti hinni minnstu
kenningu kirkjunnar né draga á
nokkurn hátt úr andlegu valdi henn-
ar.
En þegar siðskiptalireyfingin fer
aö magnast suður í löndum, fer auð-
vitað ekki hjá því að einstöku menn
verði snortnir af hinum nýja sið,
einkum námsmenn og kennimenn.
Þeir snúast því fljótlega til liðs við
konung. Þá grípa og tækifærið
nokkrir höfðingjar, sem búast við
að hafa hag af hnekkingu kirkju-
valdsins, og styðja þeir lútherskuna.
Þessar eru þá hinar innlendu stoðir
þessarar trúarbreytingar.
En er þá nokkuð það í skapferli
þjóðarinnar, sem fellur saman við
þessa germönsku hreyfingu og ger-
ir mótmælendatrúna íslendingum
eiginlegri? Þetta er erfið spurning,
en svo eftirminnileg áhrif hafði
lútherskan á bókmenntir þjóðarinn-
ar, að æskilegt er að athuga þá
þætti í trúarlífi hennar, sem snerta
þetta mál.
Svo virðist, sem íslendingum sé
eiginleg hneigð til að leita guðs
milliliðalaust. Þeir eiai einstaklings-