Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 162
128
TlMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
tyggjendur í trú sinni; prestar og
söfnuðir eru þeim minna virði en
tíðkanlegt er víða annarsstaðar.
Trúin verður annaðhvort innileg
eða engin. Hún er ekki frumleg né
auðug af margskonar blæbrigðum.
Hún er lifandi styrkur, en ekki lit-
auðug, svellandi ástríða. Hún hneig-
ist að hinni innri fegurð, metur
meira fagran söng en glæsilega
helgisiði. í sálmum íslendinga ber
miklu minna á myndum úr náttúr-
unni og fegurð þessa heims, en í
sálmum margra annara þjóða. Þeir
leggja ekki úr hófi fram rækt við
kenningakerfið, mundu heldur vilja
fækka kenningunum en fjölga. Á
leyndardómum trúarinnar velja þeir
hina skynsamlegustu skoðun, sem
ekki fellur utan takmarka rétt-
trúnaðarins. Þó að innileikinn sé
einkenni trúar þeirra, er hún al-
ókunnug eiginegri “mystik;” varla
mun hægt að benda á nokkurn ís~
lending, hvorki fyr né síðar.sem hafi
verið dulsinnaður í eiginlegum
skilningi þess orðs.
Þannig má finna með íslenzka
kyninu einkenni, sem vissulega bera
nokkuð líkan svip og ýmislegt í
anda mótmælendastefnunnar. En
þrátt fyrir það skal með öllu ósagt
látið, hvort sú trúarstefna hefir
hæft þjóðinni að öllu leyti. Að
mörgu leiti má vafalaust telja, að
lífsglaðari, bjartari og auðugri trú
ar hefði síst veriö vanþörf á, á þeim
öldum, sem komu næst á eptir sið-
skiptunum, þegar hörmungarnar
dundu yfir þjóðina, svo að það má
telja undur, að nokkurt andlegt líf
skyldi geta lifað með henni og að
hún skyldi jafnvel ekki deyja út.
En lútherskur réttrúnaður kunni
tíðast ekki að líta jarðneska gleði
og veraldlegar bókmentir réttu
auga. Þessi tvö öfl, ytri hörmung-
ar og myrk, en innileg trúarstefna,
bentu einstaklingnum því inn á við,
til hinna andlegu verðmæta trúar-
innar, til sjálfsprófunar, til að glíma
við guð, til að hugleiða líf Jesú
Krists, en einkum þó pínu hans og
dauða. Það efni hefir skáldum
þessa tíma verið hugstæðast.
Um sjálf siðskiptin er ekki ástæða
ti! að fjöiyrða og nægir að nefna
tvö data úr sögunni. Árið 1538
sendir Kristján konungur III. hina
nýju kirkjuskipun til íslands, þar
sem svo var fyrir mælt, að lúthersk-
an sið skyldi innleiða í kirkjunni.
Þetta gekk þó ekki þrautalaust af;
það er ekki fyr en 1550, að kon-
ungur hefir fengið sínu máli fram-
gengt, þegar hálsliöggvinn var hinn
síðasti káþólski biskup, Jón Arason,
og synir hans, sem móti höfðu
staðið.
Það sem mestu máli skiptir hér,
er að konungur fékk allt vald á mál-
um kirkjunnar, og tók hann undir
sig mikið af eignum hennar og
tekjum, rann það allt í konungs
fjárhirzlu og kom landinu að engum
notum. Hinir fyrstu biskupar eptir
1550 voru duglitlir menn, sem ekki
réðu við neitt og höfðu nóg með að
snúa þjóðinni til lútherskunnar.
Þetta er upphaf þess tíma í ís-
lenzkum bókmenntum, sem hér skal
rætt um. Nokkuð álitamál getur
veriö, hve langt fyrsta tímabil skuli
telja, en af ýmsum ástæðum tel ég
réttast að taka í einu lagi tímann
til miðbiks 18. aldar. Þjóðfélags-