Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 164
130
TlMARIT ÞJODRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
landi nema guðsorð, þegar frá eru
teknar fáeinar fornsögur. Svo ger-
samlega var prentsmiðjan á valdi
kirkjunnar manna, og allar verald-
legar bókmenntir voru óprentaðar,
varðveittust í handritum. En aftur
verður það þá ekki heldur af íslend-
ingum skafið, að þeir sýndu frábæra
og aðdáunarverða elju á varðveizlu
þessara óprentuðu bókmenta: þar
ei afrit á afrit ofan.
Á siðskiptatímanum verða íslend-
ingar fyrir miklum þýzkum og
dönskum áhrifum. Þessi áhrif eru
meðal annars augljós í málinu.
Setningar verða þungar og þýzku-
legar og fjöldi erlendra orða er tek-
inn upp, ekki sízt í kirkjumáli. Bók-
mentir þessa tíma fjarlægjast þann-
ig í máli og stíl hreinleika og ein-
feldni fornbókmenntanna, að það
er ekki fyr en á 19. öld, að þessi ó-
hreini málblær hverfur aptur.
* * *
Með siðskiptunum gerðust mikl-
ar breytingar í íslenzkum bókment-
um og eru þær í fullu samræmi við
þjóðfélagsumskipti þau, sem þá
urðu. Um leið og kaþólski klerk-
dómurinn líður undir lok, hverfa úr
sögunni tvær eigi ómerkar bók-
mentagreinir: helgra manna sögur
og helgikvæði. Var helgikveðskap-
urinn þá enn í fullum blóma, varð-
veitti hann forna háttu, sem fylgdu
hinum forngermönsku bragfræði-
reglum; stuðlun og óregluleg hrynj-
andi voru aðaleinkenni þeirra, rím
var lítt notað, en hendingar opt.
í stað þessa komu lútherskir
sálmar. Fyrstu íslenzku sálmarn-
ir eru á að líta eins og byltingartil-
raun, sem hefir misheppnast. Þar
var borin fyrir borð stuðlunin, sem
gerir ljóðið að ljóði meðal íslend
inga, er conditio sine qua non. Fyrir
utan þennan galla á hinum fyrstu
sálmum var rímið opt mjög aum-
legt, og áherzlur háttarins og máls-
ins fóru ekki saman. En nú er ekki
annað líklegra en að þetta form-
leysi hefði fengið hefð á sig, ef
eigi hefði bráðlega risið upp maður,
sem krafðist mál- og formvöndunar
að íslenzkum sið. Það var Guð-
brandur biskup, sem gaf út full-
komna sálmabók 1589. Krefst hann
þar í formálanum, að öll sú fegurð
og snilld, sem íslenzkri ljóðagerð sé
eigineg, fái að njóta sín í sálmun-
um ekki síður en annarsstaðar.
Að efni til er sálmakveðskapurinn
ekki frumlegur lengi vel. Mést ber
á þýðingum, en síðan koma sjálf-
stæðari meðferðir hinna sömu efna.
Einhver algengustu efnin voru sálm-
ar Davíðs og pína og dauði Jesú
Krists. Brátt varð sálmkveðskapur-
inn firna mikill að vöxtum. Gæðin
eru minni en vextirnir.
Auk sálmanna kom með sið-
skiptunum inn mikið af uppbyggi-
legum og trúfræðilegum ritum, og
lét Guðbrandur biskup þýða flest
þeirra. Prédikanir, hugvekjur og
allskyns kristilegar umþenkingar
fóru eins og flóð yfir landið og ráku
smiðshöggið á verk siðskipta-frum-
kvöðlanna. Og brátt fóru íslend ■
ingar líka að semja rit í sama anda.
Þessi og þvílík rit voru það, sem
prentverkið var látið breiða út um
landið. Aftur urðu veraldlegu bók-
mentirnar, sem líka voru tiltölulega
miklar að vöxtum, að lifa í hand-
riturn.