Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 166
132
TlMARIT ÞJODRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
nema einn tilgang: að skemta. Það
er bókmentagrein, sem þróast hefir
hjá þjóð, sem hafði óþrjótandi tíma
og lítil verkleg viðfangsefni. Þær
urðu til að stytta vetrarkveldin og
flytja þreyttu fólki gleði, þar sem
það sat í skuggsýnum hreysum við
tóvinnu. Listagildi þeirra var opt
lítið, fegurðin tíðum slitrótt, en
menningargildi þeirra töluvert. Og
með þeim lifði hið forna skáldskap-
armál og bragsnild og að því leyti
eru þær ein af brúnum milli forna
tímans og hins nýja á íslandi.
Auk rímnanna var á þessum tíma
önnur ljóðategund, stutt kvæði
ýmislegs efnis, um atburði úr dag-
legu lífi og stuttar frásagnir, heil-
ræði, ástir, trúarleg efni. Bragar-
hættirnir eru margbreytilegir og opt
dýrir. Flest þessara kvæða eru
með því marki brend, að vera með
viðlagi, sem rímar við aðrar Ijóð-
línur kvæðisins. Þetta eru hin svo-
nefndu vikivakakvæði. Nafnið er
dregið af vikivaki, sem er dans,
en þó mun lítill hluti þeirra hafa
verið sunginn við dans, ekki
fremur en franskar ballades á
þessari tíð. Viðlögin sjálf voru að
einhverju leyti sótt í hin elztu dans-
kvæði; þau eru mörg lýrisk og
undrafögur, um ástir og ástasorgir,
eða um náttúrufegurð og svaninn,
sem syngur um sumarlanga tíð.
Vikivakakvæði hefjast snemma á
16. öld, fara brátt í vöxt, eru yfir-
gnæfandi um 1600 og haldast fram
á 19. öld. Uppruna þeirra hafa
menn rakið til íslenzkra danskvæða
(Volkslieder) síðast á miðöldum.
Líklegra er þó, að formið sé í önd-
verðu að mestu myndað eftir er-
lendum (til dæmis frönskum) kveð-
skap frá síðustu öldum á undan,
kvæðum með^rímuðu viðlagi og^
envoi — en ekki skal það mál rakið
á þessum stað.
í framgangi vikivakakvæðanna
rnunu siðskiptin lítinn þátt eiga,
heldur er á hann að líta sem áhrif
viðreisnaröldunnar, enda vitum vér,
að á þessum tíma voru. ærin við-
skipti við Þýzkaland og England,
og með þeim komu kynni af þess-
um straum. Það er hægt að benda.
á menn, sem gefa til kynna þekk-
ing á suðrænni mentun. Páll Jóns-
son á Staðarhóli (d. 1598), sem var
mikil lhöfðingi og einhver einkenni-
legasti maður sinnar tíðar á íslandi,
hefur með höndum rit Machiavelli’s
og þýðir eitthvað af þeim. Hann
yrkir líka kvæði um tréð, sem hann
sér hvernig vex og grær að morgni
dags, þangað til það er í blóma um
hádegi, — en á nóni kemur hvass-
viðri, sem þyrlar burtu blómum þess,
laufum og berki, og það stendur
bert eptir. í kvæði þessu andar
i! dolce stil nuovo. Kenningin í því
er svipuð og kvæði Ronsard’s um
rósina; unga mær, njóttu æskunnar
meðan þú hefir hana! — Bróðir
Páls, Magnús Jónsson (d. 1594),
þýðir á íslenzku rökfræði Petrusar
Ramusar og aðra eptir Aristoteles,
ennfremur mælskufræðisrit. Þessi
tvö dæmi, tekin af handahófi, sýna
að öldur viðreisnarinnar náðu til
íslands.
Þann veraldlega kveðskap, sem
nú var nefndur, tók Guðbrandur
biskup Þorláksson sér fyi-ir hend
ur að kristna. Hann fékk ýms skáld
til að nota þessi form til að yrkja