Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 167
ÍSLENZKAR BÓKiMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
133
um andleg efni. 1612 gaf hann út
Vísnabók, safn af slíkum ljóðum.
Þar eru andleg kvæði með vikivaka-
brögum og rímum af efnum úr Bibl-
íunni. Þessi tilraun biskups mis-
heppnaðist. Veraldlegur kveðskapur
var allt of sterkur og rótgróinn með
þjóðinni til að jafnvel Guðbrandur
biskup gæti gert þeim nokkuð
grand.
Kveðskapur þessa tíma er feikna-
mikill að vöxtum. Miklu fyrirferðar-
minna er það, sem ritað er í ó-
bundnu máli. Þar er fyrst að nefna
sögur. Hinar raunsæu sögur voru
þá löngu ritaðar, en ritun ýkju-
sagnanna hélt enn áfram. Það
voru sögur, sem voru uppspuni frá
rótum, og þær höfðu brátt misst
:allt samband við veruleikann og
gefið ímundunaraflinu lausan taum.
Við það, sem íslendingar rituðu af
þessu, bættust erlendar skáldsögur
og smásögur svo sem Apolloníus af
Týrus, Fortúnatus, Gríshildur, Gil-
etta af Nerbona. Af innlendum sög-
um er helzt að nefna Ambáles sögu,
sem er runnin af sömu sögpum og
Hamlet Shakespeare’s.
í ýkjusögunum fara skáldin á
gandreið í ríki ímyndunaraflsins. í
annálunum kynnumst vér aftur á
móti brotum af hinum virkilegu at-
burðum tímans. Annálaritunin hefst
rétt um miðja 16. öld, eftir að hafa
legið lengi í dái, og hún helzt fram
undir vora daga. Af merkum höf-
undum á þessari tíð er helzt að
nefna bóndann Björn Jónsson á
Skarðsá, og séra Jón Egilsson.
Annálarnir eru mjög opt verk
fróðra alþýðumanna, sem engrar
<skólamentunar hafa notið. Til-
gangur þeirra er að varðveita fróð-
leik frá glötun. Þeir eru því allrar
virðingar verðir og góð heimild um
sögu þjóðarinnar á þessum tíma.
Telja má, að þeir séu upphaf þeirr-
ar fróðleiksstefnu, sem allmikið ber
á í bókmentum íslendinga á síðari
öldum. Hún beinist einkanlega að
sögu og ættfræði og leggur alla á-
herzlu á að safna, litla á að vinna
úr. Þannig koma fram annálar,
ættartölur og æfisögur einstakra
manna í stað samfeldrar sögu þjóð-
arinnar, rithöfundatöl í stað bók-
mentasögu.
Stundum kom í stað annálanna
einstakar sögur, æfisögur og fleira,
svo sem mörg verk séra Jóns Hall
dórssonar í Hítardal (Biskupasög-
ur hans notar sonur hans, Finnur
biskup, í kirkjusögu sinni). Séra
Jón er vandaður höfundur. Þá er
að nefna frásögur um samtíðarvið-
burði, svo sem sögu Bjarnar á
Skarðsá um rán Tyrkja (Algier-
manna) á íslandi 1627, og æfisögur,
eins og æfisögu Jóns Ólafssonar
Indíafara. Jón var hermaður í sjó-
liði Dana og lenti í leiðangri til
Indlands. Kann hann frá mörgu að
segja, svo að bókin kemur að liði
erlendum sagnariturum.
Einna merkilegast sögurit í ó-
bundnu máli frá þessari tíð er Písl-
arsaga séra Jóns Magnússonar (d.
1696). Þetta rit er í rauninni ekki
annað en skjal í galdramáli, en úr
því verður í höndum prests merki-
legt documentum humanum.
Galdrahræðsla var mikil um þessar
mundir og þó síst meiri á íslandi en
annarsstaðar í löndum; var marg-
ur maður brendur af því að ætlað