Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 168
134
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
var, að hann hefði gert öðrum mein
með galdri. Séra Jón verður fyrir
ókennilegri veiki , (sem án efa hefir
verið taugaveiklun og móðursýki,
en þó stappað nærri geðveiki á köfl-
um) og kennir feðgum tveim. Þeir
játa á sig, að þeir hafi reynt að
vinna presti tjón með galdri, og eru
brendir. En presti batnar ekki og
sakar hann dóttur Jóns eldra, sem
brendur var, um að valda þessu.
Stúlkan var sýknuð. Píslarsagan er
skjal í því máli. Er þar rakinn sótta-
ferill prests af hinni mestu snild og
orðkyngi. En píslarsagan er eitt-
hvert hryllilegasta rit í íslenzkum
bókmentum. Lýsingarnar á þján-
ingum prests geta varla átalkan.
legri verið og ofsóknaræði hans er
svo ægilegt, að hárin rísa á höfði
lesendans.
Vér væntum að hafa nú talið all-
lar hinar helztu bókmentategund-
ir þessa tíma, þegar frá eru teknar
Vísindalegar ritsmíðar. Helzt væri
ástæða til að drepa á alþýðumann-
inn Jón Guðmundsson lærða og
náttúrufræðis- og hjátrúarrit hans,
en rúmið leyfir það ekki. Munum
vér að lokum minnast á þá tvo
menn, sem hæst bera í bókmentum
þessara tíma: séra Hallgrím Pét
ursson og Jón biskup Vídalín.
Mikilleikur Hallgríms Péturssonar
liggur ekki í því, að hann sé ólíkur
þeim tíma sem hann lifir á. Hann er
ekki byltingamaður í skoðunum né
sköpuður nýrra hugsjóna eða skáld-
skaparforma. En þar sem hann er,er
sameinað í sál eins mikilmennis það
bezta, sem tíminn átti. Og orð hans
urðu að bænum og lofsöngvum
þjóðarinnar fram á vora daga.
Úr æfi Hallgríms skulu hér nefnd
fáein atriði. Hann er fæddur 1614,
. gekk í Hólaskóla, en síðan í Frúar-
skóla í Kaupmannahöfn. Þá var
hann fenginn til að kenna föngum,
sem sjóræningjar frá Algier höfðu
rænt og hneppt í þrældóm, en síðan
voru leystir út . Feldi hann þá ást-
arhug til konu einnar og fluttist
með henni til íslands. Lifðu þau nú
við mikla fátækt um skeið, en Hall-
grímur fékk prestsembætti og batn-
aði hagur hans, er stundir liðu
(eptir að hann komst að Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd). En þá tók
liann holdsveiki og þjáðist af þein-i
sótt þangað til hann dó 1674.
Æfi hans var því tilbreytingarrík-
ari en margra stéttarbræðra hans og
hefir hann fengið gott tækifæri til
þess að kynnast mannlífinu. Þessa
gætir líka mjög í verkum hans: það
er vitur maður og margreyndur, sem
þar talar. Ekki er ólíklegt, að eymd
sú, sem hann átti við að búa, fyrst
eptir að hann kom til íslands, eigi
allmikinn þátt í bölsýni hans, sem
stappar stundum nærri mannhatri.
Séra Hallgrímur er í einu lærður
og alþýðlegur. Hann er fornmenta-
maður á íslenzka vísu, ómar frá
Hávamálum koma fyrir í fræðiljóð-
um hans og í kvæðinu Aldarhætti,
sem er ortur undir margrímuðu
hexametri, er sjónarmiðið al-húm-
anistiskt. En hann er um leið
rammalþýðlegur. Hann yrkir rímur
og einstök kvæði. Efnin eru marg-
vísleg: tækifæriskvæði, brúðkaups-
kvæði, erfiljóð. Eða siðferðisleg
kvæði, heilræði, um hégóma heims-
ins og hversu fánýtur hann er. Eða
kvæði um smámuni hversdagslífs-