Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 170
-136
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISPELAGS ISLENDINGA
fræði. Hann byggir ekki að ó-
þörfu loftkastala af trúarsetning-
um. Hann er heldur ekki dulsinni.
Hann prédikar fyrir fólki, sem hefii'
hina réttu trú — hann þarf (því
ekki að berjast móti vantrú. En
þetta fólk lifir ekki guði þóknan-
lega — og á móti því berst liann
-með öllum sínum vitsmunum og
;sínu eldheita geði. Hann þekkir
inannlífið vel og liugsun hans snýst
um það. Það eru ekki ímyndaðar
'syndir, sem hann tekur til með-
-ferðar, lieldur lestir, sem hver mað-
ur má þekkja úr lífi þjóðarinnar.
Meistari Jón prédikar iðrun og yfir-
bót, og hann kemur við kaunin.
Mælska hans er stórfeld. ímyndunar
aflið er auðugt og í ræðum hans
úir og grúir af myndum og líking-
um. Það er eins og hugtökin verði
hjá honum að áþreifanlegum hlut-
um sem áheyrendanum verða eftir-
minnilegir. Með andagift sinni og
andlegu veldi minnir hann á spá-
menn Gamla testamentisins. Hann
beitir jöfnum höndum tilvitnunum
i klassiska rithöfunda, ritninguna
og alþýðlega málshætti. Orð hans
sjálfs eru svo meitluð, að þau verða
að spakmælum. Hann getur verið
hæðinn, en háðið er þá biturt eins
og svipuhögg. Þekking hans á mann
"eðlinu og veröldinni veldur því, að
hann er ekki barnalega bjartsýnn.
Hann liyggur, að ef menn vilji ekki
gera hið góða af ást til guðs, kunni
_lþeir þó að gera það af ótta við hel-
vítL Og djöfullinn er honum jafn
-mikill veruleiki og Luther sjálfum.
'Þenna stórbrotna íslenzka pré-
ilíkara tók íslenzka þjóðin ástfóstri
vlð. Hún fann, að hann var blóð
af hennar blóði. Og hún fann líka,
að það sem hann talaði um, kom
henni við. Alþýða manna kunni ut-
anbókar, langa kafla úr prédikun-
um hans og orð hans voru höfð að
sönnunargagni líkt og spakmæli eða
vers úr Biblíunni. Og um sjálfan
manninn spunnust fljótt þjóðsögur,
líkt og um séra Hallgrím. í því
er fólgin hin fullkomnasta viður-
kenning, sem þjóðin getur veitt
mikilmenni.
Um miðja 18. öld hefst nýtt tíma-
bil í bókmentum íslendinga. Þessu
veldur ekki nein gagngerð breyting
á atvinnumálum þjóðarinnar — þau
eru yfirleitt á sömu afturfararleið-
inni og verið hafði öldina á undan.
Það sem straumhvörfunum veldur.
eru. andlegar hreyfingar úti í Evr-
ópu, upplýsingarstefnan og sá á-
hugi, sem vaknaði á þessari tíð í
framförum í atvinnulífi og borg-
aralegri menningu. Margt af því,
sem reynt var á þessum tíma á ís-
landi, kom að litlu eða engu haldi í
bráð, en sumt bar þó ávöxt síðar.
En því er nú svo varið, að endur-
bætur og framfarir eru sjaldan
eins auðveldar og bjartsýnir skyn-
semishyggjendur vilja halda.
Atvinnuvegir eru svipaðir og áð-
ur, landbúnaður höfuðgreinin, og
fiskiveiðar á smábátum. Nokkrar
tilraunir eru gerðar til að koma á
fót iðnaði, en þær koma ekki að
fullum notum. Verksmiðjur þær,
sem hér um ræðir, og Skúli Magnús-
son kemur á fót, eru settar í Reykj-
avík, sem nú verður að sjávarþorpi.
Um aldamótin 1800 búa þar um 300
manns.