Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 171
ÍSLENZKAR BÓKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
137
Á verzluninni verða nú miklar
breytingar. Einokunarverzlunin
liggur enn í upphafi tímabilsins
■eins og mara á þjóðinni, en menn
hefja nú baráttu móti henni, (Skúli
Magnússon og aðrir), lýkur henni
loks 1787, þegar verzlunin er gefin
iaus við alla þegna Danakonungs.
En auðvitað þurfti langan tíma til
að þjóðin næði sér eptir þá kreppu,
sem hún hafði verið í.
Ofan á verzlunarólagið og kalda-
kol atvinnuveganna bætast margs-
konar hörmungar, svo sem eldgos,
óáran og sjúkdómar í fénaði. Mann-
fellir varð opt, svo að fólkinu fjölg-
aði og fækkaði á víxl, og var það
optast innan við 50 þúsundir.
Með þessu tímabili lýkur yfir
drottnun kirkjunnar í bókmentum.
Prentsmiðjan, sem lengst af var á
Hólum, hafði verið að öllu leyti í
böndum kirkjunnar og verið notuð
nærri eingöngu til þess að prenta
guðsorð. En nú verða þau um-
skipti, að stofnuð er 1772 með
leyfi konungs ný prentsmiðja í
Hrappsey á Breiðafirði. Má hún
gefa út allskonar hækur, nema trú-
arrit og skólabækur. Þeir, sem að
þessu verki stóðu, voru þeir Ólafur
Ólafsson (Olavius, d. 1788), Bogi
bóndi Benediktsson í Hrappsey (d.
1803) og Magnús Ketilsson sýslu-
maður (d. 1803). Þetta er upphafið
að veraldlegum, prentuðum bókum
á íslandi. í Hrappsey voru gefnar
út eitthvað yfir 80 bækur og bækl-
ingar, og voru margar þeirra hin
mestu merkisrit. Meðal þess-
ara bóka má nefna veraldleg kvæði
skálda frá þessari tíð, svo sem Jóns
Þorlákssonar og Eggerts Ólafsson-
ar.
Á síðasta tug aldarinnar er þessi
prentsmiðja seld hinu nýstofnaða
Landsuppfræðingarfélagi og flutt
til Leirárgarða. Þá var Hólaprent-
smiðja svo úr sér gengin, að liún er
seld þessu sama félagi (1799) og
lýkur þar með veldi kirkjunnar yfir
bókmentum að fullu og öllu.
Eitt af einkennum þessa tímabils
eru ýms félög, sem stofnuð eru til
að vinna að þjóðarheill og framför-
um, og gefa út rit í því skyni. 1760
er stofnað Ósýnilega félagið, sem
kemur að vísu litlu í framkvæmd,
nokkru síðar Lærdómslistafélagið
(1779—1796) og loks Landsupp-
fræðingarfélagið (1794—1826). í
sambandi við þessi félög standa svo
tímarit, sem birtast nú fyrst á ís-
landi, og er elzt þeirra Islandske
Maaneds Tidender, sem gefið var
út af Hrappseyjarmönnum.
Miðstöðvar menningarinnar voru
á næstu öldum eptir siðskipti bisk-
upsstólarnir, þar sem skólarnir voru
og prentsmiðjan. Nú breytist þetta,
því að skólarnir eru skildir frá bisk-
upssetrunum, Hólaskóli lagður nið-
ur og Skálholtsskóli fluttur, fyrst
til Reykjavíkur en síðan til Bessa-
staða (1805) og stendur hann þar
um hríð í miklum blóma.
Miðstöðvar eru ennfremur hin
nýju prentsmiðjusetur — Hrappsey
fyrst, en þar næst Leirá og Viðeý.
Loks er þess að geta, að Kaup-
mannahöfn hefir aukist mjög að á-
hrifum í bókmentalegum efnum.
Stúdentum þeim, sem þangað fara,
fjölgar stórum — er það nú alltítt
að menn lesi þar lögfræði, og marg-