Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 172
138
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
ir taka þar guðfræðispróf. Auk
þess dvelja þar ýmsir íslendingar
langdvölum, sumir alla æfi. Kemur
þar út töluvert af íslenzkum rit-
um, fyrst og fremst ársrit það, sem
Lærdómslistafélagið gefur út, og
margar fornsagnaútgáfur. Safn
Árna Magnússonar í Kaupm.-höfn
er hið mesta og verðmætasta ís-
lenzka handritasafn, og þurftu
þeir, sem höfðu áhuga á sögu ís-
lands og bókmentum þess, mjög á
því að lialda. Allt þetta jók áhrif
Kaupmannahafnar og þar kyntust
margir hinir ágætustu íslendingar
andlegum hreyfingum samtímis
meðal erlendra þjóða.
* * *
Einn hinn fyrsti og merkasti rit-
höfundur upplýsingarinnar á íslandi
er Eggert ólafsson. Hjá honum
fara saman hinar almennu menn-
ingarhugsjónir 18. aldarinnar og
brennandi ást á ættjörðinni, móður-
málinu, þjóðerninu. Hann berst
fyrir trúnni á föðurlandið, fyrir dug
og djarflegum framkvæmdum,
menntun og menningu.
Eggert Ólafsson er fæddur í
Svefneyjum á Breiðafirði 1726.
Hann naut hinnar beztu menntunar,
fyrst í Skálholti og síðan í Kaup-
mannahöfn. Hann ferðaðist nokkur
ái (1752—7) um land með Bjarna
Pálssyni, er síðar varð landlæknir.
Síðan dvaldist hann ýmist í Dan-
mörku eða á íslandi — er hann þá
hjá mági sínum séra Birni Hall-
dórssyni í Sauðlauksdal, hinum
merkasta manni og einhverjum
mesta framfaramanni á íslandi um
þær mundir (hann tók fyrstur að
rækta kartöflur á íslandi og ýmsar
aðrar garðjurtir). 1767 giftist Egg
ert, en drukknaði vorið eptir á leið
yfir Breiðafjörð til Hofstaða á Snæ-
fellsnesi, þar sem verða átti fram-
tíðarheimili þeirra hjóna. Varð hann
mörgum harmdauði.
Eggert hafði á stúdentsárunum
numið mikið náttúrufræði og
var ferð þeirra Bjarna einkum ætl-
uð til rannsókna á náttúru landsins.
Um þessar ferðir þeirra ritaði Egg-
ert merkilegt rit (Reise igennem
Island). Er þar bæði rætt um
landið sjálft og þjóðina. . Þeir fé-
lagar klifu upp á jökla og rannsök-
uðu eldfjöll, sem menn höfðu ekki
þorað að hætta sér nærri um lang-
an aldur.
Eggert er þjóðlegur maður. Hann
ritar Brúðkaupssiðabók, þar sem
hann reynir að h'fga við forna siðu,
sem niður voru fallnir, og sjálfur
hélt hann brúðkaup sitt samkvæmt
þessum siðum. — ísl. tungu ann
hann af heilum hug og berst fyr-
ir hreinsun hennar, en hún var þá
ailmjög menguð af dönskum orðum,
einkum ritmálið. Hann er því einn
hinn fyrsti íslenski málhreinsunar-
maður. Mál liinna fornu bók-
mennta er honum fyrirmyndin.
Merkast af ritum Eggerts, þegar
frá er tekin Ferðabókin, eru kvæði
hans. Aðeins lítið af þeim kom út
á þessum tíma — í heild voru þau
fyrst gefin út 1832. En þau voru
þó vel kunn samtímamönnum hans
og þóttu marka tímamót.
Nýjungin í kveðskap hans lá í
mörgu. Fyrst og fremst í því, að
hann tekur ný efni til meðferðar..
Kvæði hans eru þrungin hugsjónum
samtímans. Aðferðir hans eru líka