Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 176
142
TlMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
móti rímum og lútherskum rétttrú-
naði, en hann megnar ekki að
tendra bál í hjörtum þjóðarinnar
með orði sínu. Hann réð yfir einu
prentsmiðjunni, sem til var á ís-
landi, til dauðadags. En hann fékk,
eins og margir gamlir menn, á síð.
ari árum að kenna á nýjum mönn-
um, sem fluttu nýjan boðskap. í
Landsyfirréttinum er liann um skeið
samverkamaður Bjarna Thoraren-
sens, hins fyrsta rómantíska skálds
á íslandi. 1816 rís upp keppinaut-
ur Landsuppfræðingarfélagsins; þá
er Hið íslenzka bókmenntafélag er
stofnað — það berst fyrir allt öðr-
um hugsjónum en Landsuppfræð-
ingarfélagið og hefir staðið í blóma
heila öld eftir að hitt félagið var lið-
ið undir lok. En með þessum at-
fcurðum nálgumst vér nýtt tímabil í
bókmenntasögu íslands, hið róman-
tíska tímabil.
III.
Allt frá siðskiptum og fram yfir
1800 hafði hag íslenzku þjóðarinn.
ai jafnt og þétt hrakað, svo að ekk-
ert var líkara en hún mundi fara all-
rar veraldar veg. Það sætir undr-
um, að svo fámenn þjóð, sem barðist
við sjálfa tortíminguna, skyldi geta
haldið uppi nokkru andlegu lífi, hitt
sætir þó enn meiri undrum, hve
mikil verðmæti þar voru til, þrátt
fyrir allt. Á því tímahili, sem nú
mun verða sagt nokkuð frá, fer að
birta aftur. Smám saman vinnur
þjóðin aftur frelsi sitt, og eftir það
líður ekki á löngu, að úr fari að
rakna fyrir henni.
Það er ævinlega gjörræði að
skipta sögunni, sem er óslitinn þró-
unarrás, í tímabil. En það er nauð
synlegt gjörræði — án þess er ekki
hægt að fá nægilega glöggt yfirlit.
En það er oft erfitt að finna skyn-
samlega skiptingu. Einkum má
telja erfitt að benda á tímamótin
milli upplýsingartímans og róman-
tíska tímabilsins á íslandi. Fyrsta
rómantíska skáldið, Bjarni Thorar-
ensen, kemur til íslands 1811.
Stofnun Bókmentafélagsins (1816)
bendir líka fram á við. En allt um
það eru hugsjónir upplýsingartím-
ans enn ríkjandi á íslandi. Magnús
Stephensen ræður yfir einu íslenzku
prentsmiðjunni til dauðadags
(1833). Það er eins og morguns-
ár hins nýja tíma sé hulið dökkum
skýjum, en á árunum eptir 1830 er
kominn bjartur dagur (t. d. 1835,
þegar tímaritið Fjölnir kemur út).
— Aptur getur engum mótmælum
sætt, að þessu tímabili lýkur kring-
um 1880.
Ekki verður sagt að þjóðarhugur
og verkleg menning breytist til
muna, fyr en líða tekur á þetta
tímabil. Er því ekki þar að leita
að orsökum þess vaxtar og vorgróð-
urs, sem finna má í íslenzkum bók-
menntum á öðrum fjórðungi 19.
aldar, heldur eru hér að verki er-
lendir straumar, sem frjóvga hið
innlenda, svo að það er líkt því, sem
það kasti ellibelgnum og verði ungt
i annað sinn. Þessir straumar eru
rómantík og frelsishreyfingar.
Ekki er þörf að ræða hér um hina
rómantísku hreyfingu í öðrum lönd-
um. Það eitt skiptir máli, sem að
Íslandi veit. Rómantíkin er um
marga hluti ólík upplýsingarstefn-
unni. Hún horfir á einstaklinginn
meira en mannfélagið, stórmennið