Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 178
144
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
iö Jónas Hallgrímsson gerir árás á
þær, og fer svo að lokum, að þær
hverfa úr sögunni. -—- Próðleiks-
mennirnir halda áfram sínu starfi
í sama anda og verið hafði á öldun-
um á undan og safna þeir og skrá
ógrynni af fróðleik. Má sem dæmi
nefna Daða fróða Níelsson (d.
1856) og Gísla Konráðsson (d.
3877).
Af miðstöðvum menningarinnar
er fyrst að geta skólanna. 1805
var skólinn fluttur frá Reykjavík
til Bessastaða og var hann þar um
langan aldur. Var það í einu lærð-
ur skóii og undirbúningsskóli fyrir
piesta. Hafði hann hinum ágætustu
kennurum á að skipa, og má telja
hann meðal merkilegustu mennta-
stofnana á íslandi. 1846 er hann
fluttur til Reykjavíkur aptur, og
árið eptir er þar stofnaður sérstak-
ur prestaskóli. 1875 er settur á
stofn læknaskóli, líka í Reykjavík.
Það sem nú hefir verið nefnt, bendir
á að Reykjavík er að vaxa í menn-
ingu þjóðarinnar. Að fólksfjölda til
er hún að vísu þorp ennþá (upphaf
19. aldar 307 menn, 1860 aptur
1444), en áhrif hennar fara vax-
andi. Þar er Alþingi sett, og þangað
er prentsmiðjan flutt frá Víðey. Nú
er farið að gefa þar út blöð.
Aðal miðstöðin í menningu ís-
endinga á þessu tímabili er þó ekki
Reykjavík heldur Kaupmannahöfn
íslenskir menntamenn og stúdentar
flokkast þangað — það er háskól
inn, sem dregur þá. Þar kynnast
þeir því, sem er efst á baugi í bók-
menntun og menningu Evrópu. Þar
verður nú fámenn, en velskipuð
“nýienda”, sem að vísu breytist ár
frá ári. Þar er aðalstöð sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar — Jón. Sig-,
urðsson býr þar allan sinn aldur.
Þar hefir Bókmentafélagið aðal-
bækistöð sína. Merkustu og áhrifa-
mestu tímaritin koma þar út (Ár-
mann á Aiþingi, Fjölnir, Ný félags-
rit) og fjöldi annara íslenzkra bóka,
bæði skáldrit og fræðirit.
Lærifaðir margra hinna róman-
tisku skálda er Sveinbjörn Egilsson,
kennari á Bessastöðum og síðan f
Reykjavík (d. 1852). Hann má.
telja meðal mestu norrænufræð-
inga, sem uppi hafa verið, (höfuð-
rit hans á því sviði er Lexicon
poeticum, orðabók yfir hið forn-
norræna skáldamál, eitthvert mesta
vísindaafrek, sem unnið hefir verið
á, íslandi). Nokkur kvæði eru til
eptir hann og sýna þau mann, sem
að stíl og málfari er með annan
fótinn í upplýsingartímanum, en
hinn í rómantiska tímanum. Þetta
er ekki svo að skilja, að hann eigi
rómantikinni eða rómantisku skáld-
unum neitt að þakka, heldur standa
flestir þeirra á herðum hans. Lind-
ir þær, sem hann eys úr, er norræn
og grísk-rómversk fornöld. Þegar
hann yrkir —eða þýðir gríska eða
rómverska höfunda — undir forn-
um, órímuðum háttum, fær málið
um leið fornan hreinleiksblæ —
getur hann þá nálgast málfegurð
Jónasar. En þegar hann notar
nýrri, rímaða hætti, gægist 18.
öldin fram. Merkustu þýðingar
Sveinbjarnar eru á kvæðum Hóm-
ers í óbundnu máli og auk þess að
nokkru undir fornyrðislagi. Hér
er ekkert framar af hinum óhreina