Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 180
146
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
*‘En megnirðu’ ei börn þín frá vondu
að vara,
‘og vesöld með ódyggðum þróast
þeim hjá,
aftur í legið þitt forna að fara,
föðurland, áttu og hníga í sjá.’’
í sambandi við þetta er mat hans
á fegurðinni. Opt setur hann hvort
á rnóti öðru, hina jarðnesku feg-
arð, sem veiklar menn með sællífi,
og hina himnesku, andlegu fegurð,
sem gerir menn hrausta. Hjá hon-
Xim táknar svalur veturinn, stjörnu-
t)jartur himininn, norðurljósin hina
andlegu fegurð.
Astakvæði hans eru hrein og tær,
andleg og ójarðnesk. Að vísu er lífs-
þróttur hans of mikill til að þau
"verði dauf eða vatnsblönduð; “bál”
og “blossa” talar hann um í sömu
andránni og kossa. En optast er
Ijiærinn á þeim svalur. Eitthvert
fegursta ástakvæði hans, Sigrúnar-
Jjóð, er um ástina og dauðann. Hún
angrar hann, þegar hún spyr, hvort
hann muni elska hana dauða. Það
séu hennar varir, þó að þær séu
Raldar. “Kyssir ei á köldum—kalda
mjöllu vetri—röðull, jafnt sem rauð-
ar—rósir á sumrum?” Hann biður
hana koma til sín dauöa og faðma
sig, þar til hann slíti fjötur líkam-
ans og fylgi henni.
~“‘Glöð skulum bæði við brott síðan
halda
brennandi í faðmlögum loftvegu
kalda
á gullreiðum norðljósa þjóta um þá.
¥æn svo þá smáljós í vindheimum
glansa
um vetrarbraut skulum í tunglsljósi
dansa
og snjóskýjabólstrunum blunda
svo á.
Annað höfuðyrkisefni Bjarna er
dauðinn. Hann yrkir allmikið af
erfiljóðum, sem eru alveg laus við
öll slitnu orðatiltækin, sem opt ein-
kenna þessháttar ljóð. Erfiljóð hans
eru öll persónuleg og sérkennileg.
Mannlýsingarnar skarpar og af-
markandi. Hugmynda-auður hans
og mannvit njóta sín þar jafnvel.
Bezt lætur lionum að lýsa tvíræð-
um persónum, sem hafa orðið fólki
til ásteytingar, svo sem Oddur
Hjaltalín og Sæmundur Hólm. í
þessum kvæðum leitar hann ofan í
myrkur mannssálarinnar og greið-
ir úr flækjunum með hárhvassri
rökfimi. í kvæðinu um Odd lýsir
Bjarni manni, sem brýst undan ill-
um örlögum með því að skapa sér
hlátraheim fullan af allskonar kynja
myndum — við það hverfa honum
harmarnir um stund. Bjarna líkir
þessu við mann, sem “undir björg-
um — liggur lifandi — með limu
brotna—og hraunöxum—holdi söx-
uðu’’—hann æpir ekki eptir nót-
um.
Erfiljóðin eptir Sæmund Húlm
standa þessu kvæði ekkert að baki.
Mannvitið er þar jafnmikið, mann-
lýsingin jafn skörp. En það kvæði
er líklega enn djarfara að samlík-
ingum — Bjarni spyr ekki frekar
en Shakespeare um, hvað akadem-
iskur smekkur leyfi. Hann sér allt
lífið í einni mikilli lestaferð að lík-
staða tjaldstað, hvernig moldvörpu-
andinn ríkir meðal flestra ferða-