Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 181
ISLENZKAR BÖKMENTIR EPTIR SIBSKIPTIN
147
mannanna, svo að þeir eru hraktir
út af veginum,sem hinda ekki toagga
sína sömu hnútum og samferða-
mennirnir. Hann lýkur kvæðinu
með því að líkja mannlífinu við
fiskatorfu í sjó, þar sem ekkert rík-
ir nema miskunnarlaus hnefaréttur-
inn, þar sem stærri fiskarnir éta
hina minni upp.
Ást Bjarna á fegurð náttúrunn-
sr er mikil. En hann getur sjaldn
ast málað myndir, til þess kemur
honum of margt í hug. Auk þess er
svo mikil fjarlægð, óendanleiki í
kvæðum hans, að hinu nálæga er
aldrei vandlega lýst. Andi hans
lieimtar fjarsýn. Fortíðin blandast
næri því alltaf saman við náttúru-
lýsingar hans. Hann getur ekki
minnst svo á æskustöðvar sínar,
Fljótshlíðina, að honum komi ekki
í hug Gunnar á Hlíðarenda. Sjálf-
ur hefir hann leitað til hinna fornu
tíma. Áhrif fornnorrænna hók-
mennta, einkum Eddukvæða, koma
fram nærri því í hverju kvæði
hans. Þær hafa verið honum lífs-
ins lind.
Árið 1835 kom út nýtt íslenzkt
tímarit, Fjölnir. Að því stóðu fjór-
ir ungir íslendingar í Kaupmanna-
höfn: Tómas Sæmundsson, Jónas
Hallgrímsson, Konráð Gíslason og
Brynjólfur Pétursson. Þessum
mönnum var mikið í hug. Þeir
ætla sér að vekja þjóðina af svefni.
Þeir vilja vekja ættjarðarástina.
Þeir vilja berjast fyrir frelsi íslend-
inga. Þeir vilja vekja menn til
framfara. Þeir vilja fá menn til að
fylgjast með tímanum. Tímarit
þetta þótti byltingarkennt. Á all-
mörgum árgöngum þess var notuð
ný stafsetning, sem elti framburð-
inn langt um fram það, sem áður
tíðkaðist. Það flutti rómantiskan
skáldskap, sem margur kunni illa.
í því var gerð hastarleg árás á
rímnakveðskapinn, sem enn sem fyr
var mjög kær alþýðu manna. Og
þar var gagnrýnt fjöldamargt í
fari landsmanna, og þoldu menn allt
þetta illa. Þeir Fjölnismenn voru
framan af mjög illræmdir, en síð-
ari tíma menn hafa metið þá því
meira. Hér er ekki tækifæri til að
minnast á nema einn þeirra, Jónas
Hallgrímsson.
Hann er fæddur 1807. Faðir hans
var kapellán og drukknaði meðan
Jónas var enn barn að aldri. Móðir
hans gat komið honum til náms, var
hann í Bessastaðaskóla og útskrif-
aðist þaðan 1829. 1832 fór hann til
Kaupmannahafnar og lagði þar
stund á náttúrufræði. 1837 fór
hann til íslands og ferðaðist um og
rannsakaði náttúru landsins. Var
hann nú ýmist á íslandi eða í Dan-
mörku. Hann dó í Kaupmannahöfn
1845. Hafði hann fótbrotnað, er
hann kom heim til sín seint á
kvöldi, hljóp drep í, og dó hann af
og varð mjög karlmannlega við
dauða sínum.
Jónas HallgiTmsson minnir á
Baldur. Kveðskapur hans er hið
fegursta sem á íslandi hefir verið
ort. Meira fegurðardýrkanda get-
ur ekki. Meira listamann heldur
ekki. En hann varð skammlífur
eins og Baldur. Hann dó, meðan
hann var enn í blóma lífsins, eins og
blóm, sem slitið er upp á miðju
sumri. Hann varð svo hamingju-