Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 183
ÍSLENZKAR BÓKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
149
ekki um rómantísk rökkur og
tunglskin, en hann elskar sólina.
í kvæðum um hana blandast sam-
an tilbeiðsla og ástarorð. Og hann
blessar skaparann vegna hennar,
eins innilega og heilagur Franciscus
í Sólarljóðum sínum.
Ást Jónasar á náttúrunni nær til
allra barna hennar. Hann talar á
einurn stað svo um nóttina: “Sof-
inn var þá fífill — fagur í haga, —
mús undir mosa, — már á báru.’’
Mörg önnur kvæði lýsa hinni inni-
legu ást hans á dýrunum. Enn
meira kveður hann þó um landið,
ísland, og fegurð þess. í einu
kvæði sínu (Fjallið Skjaldbreiður)
lýsir hann eldgosi fram í grárri
forneskju, í öðru gerir hann gælur
við fífilbrekkuna. Og hann liefir
það fram yfir Bjarna, að hann kann
að lýsa náttúrunni. í einstöku
kvæðum rennur náttúran og sag-
an saman í eitt, svo sem í kvæðinu
“Gunnarshólmi’’ og “ísland.’’ Menn
kalla þann anda, sem þar birtist,
rómantík. Það er rétt að því leyti,
að þar kemur fram dýrkun á forn-
öldinni. En annað er þar ekki sér-
taklega rómantískt. í stað hálf-
rökkursins er hér sem ella hjá Jón-
asi ljós og sól Allar lýsingar eru
skýrar og ljósar. Gunnarshólmi er
merkilega suðrænt kvæði, ekki
aðeins í hætti, heldur líka í anda.
Og fegurðin í ’’íslandi’’ minnir á
gríska list. Það er almenn, óper-
sónuleg fegurð, sem lesandanum
virðist allir menn á öllum tímum
mundu geta notið, ef ágreining mál-
anna hindraði það ekki.
Það er ekki sama takmarkaleysi,
sama fjarsýn í kvæðum Jónasar og
Bjarna. Það er nálægðin meira en
fjarlægðin, sem drottnar í kveðskap
Jónasar, augnablikið meira en ei-
lífðin. Lesandanum finnst hann
vera alveg við það, sem Jónas lýs-
ir. Hann snertir grasið og finnur
angan úr jörðu. Dýrkun Jónasar á
augnablikinu kemur einna bezt
fram, þar sem hann talar um lang-
lífi: “Hvað er langlífi? — Lífs-
nautnin frjóa, — alefling andans —
og athöfn þörf; — margoft tvítug-
ur — meira liefir lifað — svefnug-
um segg,—er sjötugur hjarði.” Sá,
sem talar þannig, er renaissance-
maður. Hann vill safna lífinu í
augnablikið, eins og brenniglerið
safnar Ijósgeislunum.
Eftir Jónas liggja nokkur ásta-
kvæði, hvert öðru fegurra. Hann
yrkir ekki frekar en Petrarca um
ást, sem endaði í hjónabandi, heldur
um ást, sem aldrei varð nema
draumur. í ástakvæðum Jónasar er
fjarlægð. Fegurst þeirra er
“Ferðalok,’’ um gamla endurminn-
ingu, hina fyrstu ást, og “Söknuð-
ur,’’ um konu, sem Jónas mun hafa
unnað mest, en var köld eins og
máninn gagnvart ást hans.
Jónasi verður fegurð úr öllu. En
það er erfitt að greina nákvæmlega
í hverju fegurðin er fólgin. Það
er eins og orð hans séu mögnuð með
yfirnáttúrulegu móti. En þetta ger-
ist aldrei á þann hátt, að hann
verði tilgerðarlegur eða flókinn —
orðskipun og orðfæri talaðs máls er
fyrirmynd hans. En hann er mjög
vandur í orðavali, og smekkurinn
fágaður. Orðin verða að vera í
fullkonmasta samræmi. Líklega
er ógerningur að þýða hann. Ef