Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 184
150
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
Enska hefði verið móðurmál hans,
væri hann heimsfrægur.
Jónas hefir ritað nokkrar smá-
sögur og er það upphaf íslenzkrar
skáldsagnalistar. í “Grasaferð’’
lýsir hann ferð pilts og stúlku upp
í hlíð að týna fjallagrös. Stíllinn
er nýr. Það er ekki forn sögu-
stíll, heldur úrval úr sveitamáli nú-
tímans. Frásögnin er mjúk og þýð.
Unaðslegur vorblær og æska ríkir
í sögunni. Sagan gerist fyrra hluta
sumars og persónurnar eru enn á
vori lífsins.
í sambandi við smásögur Jónasar
er rétt að drepa á gamanbréf, sem
hann ritar kunningja sínum. Það
er frásögn um ferðalag drottningar-
innar á Englandi til konungsins á
Frakklandi. Sú saga er mjög bros-
leg. Fólkinu og atburðunum er
lýst eins og sveitafólk á íslandi,
sem ekkert þekkti nema sveitina
sína, mundi hugsa sér það. En til
þess að þetta verði þó ekki hvers-
dagslegt, er það prýtt með skrauti
úr æfintýrum. Drottningin er í
gullskóm og silfursokkum, og skip-
ið með silkisegli og fílabeinsmastri.
Þetta gamanbréf er forboði Heljar-
slóðarorrustu Benedikts Gröndals.
Þegar litið er til fegurðardýrkun-
ar Jónasar og hins fágaða smekks
hans, er ekki að undra, að úfar risu
með honum og rímnaskáldunum. Sá
þeirra, sem fyrir þessu varð, var eitt
hið merkasta rímnaskáld síðari
alda, Sigurður Bfeiðfjörð (1798—
1846). Hann var listamaður í eðli,
en hafði lítillar menntunar notið.
Hann var mesti mæöumaður og dó
í mikilli eymd. Hann orti allmikið
af kvæðum og kynstrin öll af rím-
um. Þó að einstakar yísur hans
séu ágætar, kemur alstaðar í verk-
um hans fram ófullkominn smekkur
rímnakveðskapar. 1831 gefur hann
út Tístramsrímur, og er það ellefti
rímnaflokkurinn, sem hann yrkir.
Efnið er síðari tíma meðferð á róm-
aninum af Trístan og ísol. Þegar
Jónas les lofsamleg ummæli um
þessar rímur í blaði, getur hann ekki
orða bundist og ritar um rímurnar
í Fjölni (1837). Því er ekki að
neita, að dómur hans er nokkuð ein-
strengingslegur og skilningslaus.
Það sætir t.d. furðu, að hann skuli
ekkert fagurt finna í efninu. En
þegar til skáldskapar og máls kem-
ur, munu flestir síðari tíma íslend-
ingar skrifa undir dóm lians. Þetta
sýnir, að Jónas hefur borið sigur úr
býtum við Sigurð, lýrikin við rím-
urnar, smekkur borgarbúans yfir
smekk sveitamannsins, borgin yfir
sveitinni. Rímurnar dóu smárn
saman út. En þær hafa þó haft
allmikil áhrif á ýms síöari skáld, og
lausavísur, ortar undir rímnahátt-
um, eru enn í blóma.
Rímnaskáld þau, sem koma eptir
Sigurð Breiðfjörð, eru lítt merk, en
eigi verður hér skilist svo við rímna-
kveðskapinn, að eigi sé nefndur
samtíðarmaður Sigurðar, Hjálmar
Jónsson á Bólu (1796-1875). Hann
orti rímur, kvæði og einstakar vísur.
Gáfurnar eru stórkostegar, en
fengu aldrei að njóta sín sökum
basls og báginda. Maðurinn var
skapsmaður og tilfinninganæmur.
En við þá reynslu, sem hann fékk
af mönnum og lífinu, óx í brjósti
hans hið beizkasta mannhatur.
Ádeiluvísur hans eru miskunnar-