Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 186
152
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISPELAGS ÍSLENDINGA
íslenzkrar og grískrar fornaldar —
Grímur gerðist á síðari árum mál-
svari klassiskrar mentunar og þýddi
töluvert af grískum kveðskap. Og
það er sannast mála, að íslenzk
fornöld lifir í honum frekar en
nokkru öðru skáldi á 19. öld.
Ólíkur Grími Thomsen er Bene-
dikt Gröndal, er hann þó ekki síður
víðförull en Grímur, lærður maður
á fjölmargar gi’einir og vel að sér
í bókmenntum og menningu Evrópu
fyr og síðar. Gáfurnar eru miklar
og fjölhæfnin frábær, en gáfurnar
dreifast á margt, og lesandanum
finnst opt, að skáldskapur lians sé
leikur og íþrótt, en ekki að hann
yrki af því hann sé knúinn til þess.
Hugmyndaflug hans er mikið og
þekkir hann þar oftlega ekkert til
hófs.
Benedikt er fæddur 1826 og er
sonur Sveinbjarnar Egilssonar.Hann
lilaut hina beztu mentun í mörgum
greinum og var um langan aldur
ýmist í Danmörku eða á íslandi, og
þó víðar. Hann lagði einkum
stund á náttúrufræði og norræna
málfræði (meistarapróf 1863), en
var auk þess vel að sér í klassiskum
málum, bókmentum síðari alda og
mörgu öðru. Hann var hinn síðari
hluta ævinnar í Reykjavík og kendi
um tíma við Lærðaskólann. Hann
dó 1907.
Hann ritaði mikið og margt; um
náttúrufræði (Dýrafræði, Efna-
fræði, Steina- og jarðfræði), um
málfræði og menningu (Clavis
poetica o. fl.), þýddi rit úr útlendum
málum (framhald af Hómersþýð-
ingu föður síns, sögur úr 1001 nótt.
o. m. fl.), orti rímur, söguljóða-
bálka (Örvar-Oddsdrápa, Ragna-
rök), mikið af kvæðum; ritaði
skrípaleik (Gandreið). Einna eptir-
tektaverðast af öllum verkum hans
eru gamansögur tvær; Sagan af
Heljarslóðarorrustu og Þórðar saga
Geirmundarsonar. Af þessum tveim
sögum er Heljarslóðarorrusta fremri
Það er frásaga um orrustuna við
Solferino 1859. En sú frásaga er
nokkuð sérkennileg, því að atburð-
irnir eru þar fluttir inn í heim ýkj-
unnar og kýmninnar. Kallar hann
sjálfur ritiö riddarasögu, því að hún
er skopleg stæling þeirrar bók-
mentategundar og má kallast minn-
isvarði á leiði hennar. Um sumt
minnir hún á gamanbréf Jónasar,
önnur atriði minna á Hómersþýð-
ingu Sveinbjarnar föður hansi.
Vafalaust mundi bók þessi ekki
njóta sín í þýðingu, en af útlendum
ritum minnir hún helzt á “Uiysses
von Itacia’’ eftir Holberg; stafar sú
líking af svipaðri afstöðu, en ekki
áhrifum. — Heljarslóðarorrusta er
flug hins glaða, óbundna ímyndun-
arafls. Hún er í einu fáránleg og
þrungin af gamni. Kýmnin ligg-
ur bæði í ólíkindum og því, að þess-
ir nútíðarviðburðir eru allir um-
myndaðir í riddarasögustíl. Hún
er vingjarnlegri en títt er um kýmni-
rit á íslenzku; íslendingum er tam-
ara beizkt háð en létt gaman.
íslenzk skáldsagnagerð hefst með
smásögum Jónasar. En það er
ekki fyr en um miðja öldina að
nokkuð nýtt er ritað af því tægi,
sem umtalsvert sé. 1850 gefur Jón
Thóroddsen út skáldsöguna “Piltur
og stúlka’’.