Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 187
ISLENZKAR BOKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
153
Jón Thóroddsen er einu ári eldri
en Grímur Thomsen (f. 1819), nam
á Bessastöðum og í Kaupmanna-
höfn, og tók hann þar próf í lögum
(1854). Síðan var hann sýslumað-
ur á íslandi, en dó á bezta aldri
1868.
Jón kom fyrst fram sem rithöf-
undur 1S48. Gaf hann þá út árs-
ritið “Norðurfara’’ í Kaupmanna-
höfn. Félagi hans í því fyrirtæki
var Gísli Brynjólfsson, sem síðar
varð dócent við háskólann í Kaup-
mannahöfn, og nokkuð hefir ritað
þar á meðal ort töluvert af kvæðum.
“Norðurfari’’ kom út í tvö ár. Er
í honum ekki mikið af óbundnu máli
eftir Jón Thóroddsen, en nokkuð
af kvæðum. En Jón er þó ekki
frægastur fyrir kvæði sín, þótt sum
þ>eirra hafi náð vinsældum, heldur
sögur sínar. Eru þær tvær,
“Piltur og stúlka’’, sem fyr var
nefnd, og “Maður og kona”, sem
hann lauk aldrei við, og var það
brot gefið út að honum látnum.
Þess var áður getið um smásögur
Jónasar, að málið væri þar ekki
fyrnt, heldur væru þær á fegruðu
sveitamáli. Aftur á móti eru mjög
glögg merki þess í sögum Jóns, að
stíllinn hefur sætt áhrifum frá forn-
sögunum. Stílinn er sterkur og
gagnorður, en samtölin hafa ekki
fjölbreytni og mýkt daglegs máls.
Það er auðvitað mál, að Jón muni
hafa þekkt erlenda skáldsagnagerð
frá fyrri liluta aldarinnar. Hún
hafði nokkuð hneigst í áttina til
veruleikalýsinga, þó að eigi yfirgæfi
hún rómantíkina að grundvallar-
skoðun. Það munu helzt vera
sumar sögur Walters Scotts, sem
hafa orðið Jóni til uppörfunar. —
Ýmsa galla á sögum Jóns má kenna
rómantíkinni að miklu leyti, svo
sem: allskarpan mun á góðum og
illum, gallalausum og hlægilegum
persónum; þær persónur, sem höf-
undur hefur mætur á, eru nokkuð
litlausar og daufar; atvikin stundum
nokkuð ótrúleg o. s. frv.
Það er auðvelt að gagnrýna listar-
aðferðir þessa tíma en þegar kemur
tii þess, sem Jón segir frá, hverfur
gagnrýnin. Er þar eitt um um-
hverfið og mennina, hvorttveggja er
mjög eftirtektarvert. Jón lýsir
mest sveitalífi, en allglögga mynd
gefur hann þó af Reykjavík og
skólalífi á Bessastöðum. Hann lýs-
ir nákvæmlega ýmsum háttum
manna og hýbýlum, klæðnaði, störf-
um og þesskonar. Persónur þær,
sem hann segir frá, eru sérkennileg-
ar og eru gerðar eftir mönnum og
konum, sem urðu á vegi skáldsins.
Hann hefir breytt þeim minna en
ætla rnætti, en í lýsingum sínum
hefir hann lagt alla áherzlu á mikil-
vægustu eiginleika þeirra, verða úr
þessu tegundarlýsingar fremur en
einstaklingslýsingar, svo sem tíð-
ast var áður en natúralisminn kom
til sögunnar. En þessar persón-
ur eru þó vel lifandi. Þannig liefir
Jón mótað persónur sem eru svo vel
gerðar, að lesarinn þykist þekkja
þær af eigin reynd. Einna eftir-
minnilegastar eru: Gróa á Leiti —
kjaptakind, Bárður á Búrfelli —
sérstaklega íslenzkur nirfill, séra
Sigvaldi — undirförull og tungu-
mjúkur hræsnari, Grímur meðhjálp-
ari, sem aldrei lætur af að vitna í
Biblíuna, Hjálmar tuddi niðursetn-