Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 190
156
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
landi, nema hinum dýrri rímna-
háttum, og eru fornliættir mjög
tíðir. Ekki má á milli sjá áhrif-
anna frá fornum kvæðum og and-
legs skyldleika. Hann notar mörg-
um öðrum meira kenningar og
lieiti skáldamálsins. Orðkyngi
hans sætir opt undrun, en þar sem
hún er honum ekki með öllu sjálf-
ráð, en smekkurinn ófullkominn, er
opt skammt milli sannrar andagiftar
og orðaglamurs.
Frá bókmenntasjónarmiði eru
leikrit séra Matthíasar miklu verð-
minni en kvæðin, en ekki hæfir þó
annað en geta þeirra. Leiklist var
á þessu tímabili nærri því eingöngu
tengd við Latínuskólann og var því
auðvitað ófullkomin. Var mest um
þýdd leikrit að ræða. En árið 1861
ritar Matthías “Útilegumennina’’
og er það fyrsta leikritið á íslenzku
frá þessum tíma, sem umræðu er
vert. Efnið er sótt í íslenzkar
þjóðsögur; minnir það nokkuð á
danskan og norskan leikritaskáld-
skap tímans næst á undan, svo sem
Álfhól Heibergs. Þetta leikrit varð
mjög vinsælt með alþýðu, en frá
listarinnar sjónarmiði stendur það
ekki hátt. Síðar ritaði Matthías
leikrit og sýningar, bæði söguleg
(Helgi magri, Jón Arason) og úr
nútíðinni (Hinn sanni þjóðvilji,
Vesturfararnir, Aldamót), en hann
skortir vald á dramatísku formi.
Ekki hæfir að skiljast við þetta
tímabil án þess að minnast á Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar. Slíkt höf-
uðverk er það rit í bókmenntum ís-
lendinga fyr og síðar. Hvergi get-
ur aðra eins mynd af þjóðinni, trú
hennar og hugsun á síðari öldum,
sem þá bók.
Útgefandi þessa rits, Jón Ámason
(1819—1888) var um langan aldur
bókavörður og umsjónarmaður
skólans í Reykjavík. Hann hafði
hafið söfnum þjóðlegra fræða,
sagna og æfintýra, trúar og siða,
leikja, gátna og alþýðukveðskapar
1845, og var í félagi með lionum
Magnús Grímsson, er varð prestur
á Mosfelli (d. 1860). Það, sem
varð þeim til mestrar uppörvunar,
mun hafa verið Kinder-und Haus-
marchen bræðranna Grimm og
önnur þjóðfræðarit frá þessum tíma.
Fengu þeir félagar til lijálpar við
sig marga góða safnendur, eink-
um skólapilta. — Eftir dauða Magn-
úsar hélt Jón starfinu áfram, og
1862—4 kemur safn hans út í 2
bindurn (íslenzkar þjóðsögur og
æfintýri). í því eru nær eingöngu
sögur og trú; söfn með öðrum
greinum þjóðfræðanna voru gefin
úi síðar — að mestu af öðrum.
Jón Árnason er ekki höfundur
þessa verks í vanalegum skilningi
þess orðs, en engu að síður er andi
hans svífandi yfir hverri biaðsíðu,
nærri hverri línu bókarinnar. Hann
hefir safnað efninu, skipað því nið-
ur, samið skýringargreinar og inn-
ganga fyrir einstökum köflum rits.
ins. En þegar til sagnanna sjálfra
kemur, fer hann mjög misjafnlega
að. Hann getur sagt sögu upp úr
frásögnum annara, liann getur látið
söguna halda sér og ekki breytt
nema orðalagi og er það aðalregla
hans. Og loks, þegar hann hefur
góða sögumenn, breytir liann litlu
eða engu. En smekkvísi hans að