Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 192
158
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
flytja vörur á yfir hafið og til fiski-
veiða lítið nema opna báta. Vegir
■eru engir. Allir flutningar á landi
eru á hestum. Þrír bæir eru í land-
inu, íbúar 3630! Skólar eru
•engir, nema Latínuskóli, prestaskóli
og læknaskóli. íbúar landsins eru
j-úmar 72 þúsundir.
Allt breytist þetta. Siglingar til
landsins aukast og 1914 er loks
stofnað innlent skipafélag til flutn-
inga (Eimskipafélag íslands), og
■eru nú oft vikulegar ferðir milli ís-
lands og annara landa. Hafnir eru
gerðar víðsvegar um land (höfn í
Reykjavík 1913—18). 1906 er
lagður sæsími til íslands og síma-
netið á íslandi er alltaf að stækka.
Verzlunin kemst smám saman í
hendur landsmanna. Um 1880
hefst samvinnufélagsskapur og 1906
ær fyrsta innlenda heildsölufyrirtæk-
ið sett á stofn í Reykjavík. 1885
er stofnaður banki (Landsbanki ís.
lands) og 1903 annar. Fiskiveið-
arnar aukast stórurn, fyrst á þil-
skipum (einkum eftir 1890), en
1905 er fyrsti togarinn keyptur.
1929 eru þeir orðnir 38. Vegir og
brýr eru gerðir út um land. ‘Á síð-
ari árum er keppt að því að auka
kerfi bílfærra vega sem mest. Fólk-
ið flykkist að sjónum, þar sem nýja
átvinnu er að hafa, svo að nú býr
um helmingur landsmanna í kaup-
'Stöðum eða smáþorpum. Reykja-
vík verður að nútíðarbæ, smáum
að vísu (1928 eru íbúar rúm 25
þúsund), en þó með öllum þeim
gæðum, sem bærinn hefur að bjóða.
Skólar koma smám saman. 1880
tekur fyrsti alþýðuskólinn til starfa,
■en honum fylgja fjölmargir skólar.
1907 er skólaskylda barna leidd í
lög. 1911 er Háskóli íslands stofn-
aður. Og íbúatalan eykst stöð-
ugt. Nokkurt skarð í fjölgun fólks-
ins gera Ameríkuferðir á síðustu
áratugum aldarinnar; hörð ár og
aðrir erfiðleikar gera menn fúsa að
freista gæfunnar í hinum nýja
heimi. En allt um það eru lands-
menn 1928 orðnir tæpar 105 þús-
undir, og ætlað er, að rnenn af ís-
lenzku bergi brotnir, sem nú eru í
Ameríku, skifti tugum þúsunda.
Þær staðreyndir, sem að ofan
eru nefndar, sýna, að þjóðin er að
nema ný lönd í menningu sinni.
Tæki nútímans veita henni mögu-
leika á að skapa sér nýjan atvinnu-
veg, með lífsskilyrðum fyrir drjúg-
an hluta af þjóðinni. Veltufé og
verzlun aukast stórum. Og borg-
in verður til. Ný tækifæri koma
fyrir bókmenntir og listir. Fyrst og
fremst eykst fjöldi lesendanna.
Bókmenntirnar fá ný viðfangsefni,
nýjan heim til að lýsa. Einkum er
það bærinn, sem veitir ný skilyrði.
Þar er áhorfendamergðin nægileg,
til að hægt sé að halda uppi leik-
félagi (Leikfélag Reykjavíkur
1897), og nokkrar leikbókmenntir
koma fram. Hljómlist smáskap-
ast, og málaralist og höggmynda-
gerð eiga þegar orðið nokkra merki-
lega iðkendur.
Vald það, sem Kaupmannahöfn
hafði í íslenzkum bókmenntum fer
óðfluga þverrandi . Eftir því sem
Reykjavík vex, minnka áhrif Kaup-
mannahafnar. Sjálfstæðisbarátta
íslendinga ber ávöxt. 1904 kemur
innlend stjórn í landið og 1918 er
landið viðurkennt að vera fullvalda