Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 194
160
TÍM'ARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
þytur meðal andstæðinga hans út-
af þessu. íslenzkir stúdentar hall-
ast langflestir eindregið á hans
sveif og er Verðandi sýnishorn þess.
En natúraiisminn veldur engri hylt-
ingu í íslenzkum bókmenntum, til
þess var íslendingum raunsæi of
eðlilegt: þeir rituðu raunsæ rit,
sögurnar, meðan þoka miðalda-
ímyndunaraflsins lá yfir umheim-
inum! Og rómantíkin hafði aldrei
fært þá afvega svo að um munaði.
En natúralisminn hefur allt um
það haft góð áhrif á íslenzkar bók-
menntir, ef til vill af því, að straum-
urinn var svo veikur. Rómantík-
in hafði verið vönd að eðlisvali, bók-
hæfi viðfangsefnanna voru nokkuö
þröng takmörk sett. Nú verða efn-
in miklu fleiri, menn gátu sagt:
humani nihil a me alienum puto.
Allt mátti nú taka til meðferðar.
Og er til meðferðarinnar kom, hafði
rómantíkin opt fegrað úr hófi
fram. En nátúralisminn heimtar
sannleikann fremur öllu öðru. Hon-
•um hættir því minna við að teikna
lygamyndir af lífinu — nema þá
þegar skáldin hættu að sjá annað
en ljótan og beizkan sannleika, sem
auðvitað kom opt fyrir, einkum
þegar vatnsbiönduð rómantík og
hugsjónaprédikun rak þá til and-
spyrnu.
Annað, sem nokkur áhrif kann
að hafa haft á íslenzk skáld á þess-
ari tíð, eru átthagalýsingar og átt-
hagasögur, er allmjög tíðkuðust
meðal erlendra höfunda. Titlar
eins og Ofan úr sveitum, Úr heima.
högum benda á það.
Merki þess, hve lítt natúralism-
inn hefur rekið íslenzkar bók-
menntir í öfgar, eru greinileg í ljóða-
gerðinni. Það má segja, að róm-
antíkin sé horfin að mestu í ljóðum
nýrra skálda á síðasta tug aldarinn-
ar, en á fyrsta og öðrum tug ald-
arinnar fær kveðskapurinn að nýju
blæ, sem varla verður lýst öllu
betur með öðru en með orðinu róm-
antík. Það ber mikið á þýðleik og
dýrkun hins fjarlæga, og sum skáld-
in taka allmjög að sökkva sér ofan
í sjálfa sig. Og frá því á dögum
Jónasar Hallgrímssonar hefur aldrei
verið lögð jafn mikil rækt við galla-
la.usa formfegurð, þar sem málið er
metið meira en dýrir hættir, og á
síðustu áratugum. Líklega má
þykja, að þessi hreyfing í ljóða-
gerðinni sé í sambandi við stefnur
í erlendum (til dæmis skandinav-
iskum) bókmenntum á síðasta ára-
tug aldarinnar, þegar mönnum tóku
að leiðast hin döpru grámálverk
natúralistanna.
Þá má loks sjá í ritum sumra
hinna yngstu höfunda, að heims-
styrjöldin hefir ekki gengið yfir án
þess að skilja eftir nokkur merki.
jafnvel úti á þessum yzta útkjálka
menningarinnar. Þetta kemur ekki
hvað sízt fram í dirfzku og bersögli,
bæði í efnisvali, orðum og skoðun-
um. Gömlu hugsjónirnar riða all-
ar, hugirnir eru á hvörfum milli
dýrkunar og háðs, trúar og örvænt-
ingar, og gnýrinn frá þjóðfélags-
vandamálum nútímans gerist æ
háværari í bókmenntunum.
Eg mun nú minnast nokkurra
hinna merkustu höfunda á þessu
tímabili — en þess er enginn kost-
ur, að segja nokkuð að ráði frá