Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 195
ÍSLENZKAR BOKiMENTIR eptir siðskiptin
161
þeim. Og mörgum, sem vert væri
að geta um, verðum vér að sleppa
alveg.
Ljóðagerð hefur jafnan verið
mikil á íslandi, og er ekki hægt að
segja, að þessi tími standi um það
að baki öðrum tímum.
í fyrsta hluta tímabilsins koma
fram þrjú sérkennileg Ijóðskáld:
Hannes Hafstein, Þorsteinn Er-
lingsson og Einar Benediktsson.
Allir gefa þeir út ljóðabækur í fyrsta
sinn á síðasta áratug 19. aldar, en
eru áður kunnir af einstöku kvæð-
um.
Hannes Hafstein (1861—1922)
var einn af útgefendum Verðandi.
Hann nam lögfræði í Kaupmanna-
höfn. Síðar gerðist hann stjórn-
málamaður og varð hinn fyrsti ráð-
herra á íslandi, eftir að það hafði
fengið innlenda stjórn. Hann yrk-
ir mest á yngri árum, en þó alla tíð
nokkuð. Hann hefur þýtt nokkuð,
einkum eftir Heine og Holger
Drachmann; hefur hann auðsjáan-
lega verið hrifinn af hinum andríka
Gyðingi, en Drachmann er honum
skyldur. í kvæðum Hannesar
speglast hin glæsilega persóna hans,
þar fer saman karlmennskan og
mýlttin. Hann elskar storminn og
óveðrið, hreystina og þróttinn; hann
yrkir hressandi kvæði um ferða-
lög og siglingar, stórfenglegt kvæði
um Skarphéðin í brennunni. Ásta-
kvæði hans bera vott um veraldar-
manninn, hann gerir ráð fyrir að
konur séu ekki sálin tóm, heldur
líka hold og blóð. Hann þýðir —
eða stælir — con amore söng úr
óperunni Don Juan. Hann kveð-
ur um vín og gleðskap og önnur
jarðnesk gæði. En hann yrkir líka
fögur ættjarðarkvæði, og kvæðið
“í sárum,” er hann yrkir að látinni
konu sinni, má telja með átakan.
legustu harmljóðum í íslenzkuna
bókmenntum.
Hjá Þorsteini Erlingssyni (1858—
1914)fara saman róttækar skoðanir
í trúarefnum og stjórnmálum og
rammíslenzk og alþýðleg lund. Þeg-
ar hér við bætist vandleg fágun
skáldskaparins og djúp, viðkvæm
tilfinning, má segja að Þorsteinn sé
einn hinn sérkennilegasti af skáld-
um þessarar tíðar. Hann var vel
menntaður maður, einkum á íslenzk
um fræðum, og nam um skeið við
Háskólann í Kaupmannahöfn, 1897
gaf hann út ljóðasafnið “Þyrna” og
þótti mönnum á íslandi þar koma
fram ærið margt nýstárlegt og í-
skyggilegt. Þorsteinn var natúra-
listi í trú og jafnaðarmaður í stjórn-
málum og vildi bylta um hinu ríkj-
andi skipulagi í hvorutveggja. t
kvæðinu “Örlög guðanna” lýsir
hann hvernig hinir heiðnu guðir
verða að lúta fyrir Kristi og Jehóva,
og hann spáir, að þeirra örlagastund
muni líka koma. En hann ann
manninum Kristi og bræðralagsboð-
skap hans. Samúð hans með'smæl-
ingjum er mikil og hann yrkir fögur
dýrakvæði. Auk þess hefir hann
ritað í óbundnu máli dýrasögur.
Þrátt fyi’ir hinn siðferðislega boð-
skap verða þau í höndum hans in-
dæl austræn ævintýri. Hann er
gott ástaskáld og yrkir ljóðabálk
um ástir Daða Halldórssonar og
Ragnheiðar, dóttur Brynjólfs bisk-
ups Sveinssonar (“Eiðurinn”). Þor.
steinn hafði miklar mætur á Don