Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 196
162
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
Juan Byrons, enda bregður víða fyr-
ir álíka gletni og háði hjá Þorsteini
— ef vér líktum ástum Daða og
Ragnheiðar við nokkuð hjá Byron,
væri það Juan og Haidee. — Allur
kveðskapur Þorsteins er mjög fág-
aður, orðin eru alltaf í samræmi
við tilfinningablæ skáldsins. Þor-
steinn er líka auðskildari en flest
skáld, hann forðast torskyldar
niyndir og tyrfið mál. Hann yrkir
tíðum undir rímnaháttum og hann
hefur miklar mætur á Sigurði Breið-
fjörð og öðrum alþýðu skáldum.
Enda hafa Ijóð hans komist á hvers
manns varir.
Þess var áður getið, að flest ís-
lenzk skáld eftir daga þeirra Bjarna
og Jónasar hafi fylgt eftir getu
þein*i stefnu, sem þeir hófu. Og
þó að það sé víst, að nærri því öll
síðari tíma skáld standi á herðum
þeirra, koma þó fram hjá sumum
þeirra einkenni, sem stinga þar al-
veg í stúf — einkenni sem minna
á dróttkvæði fornaldarinnar. Það
er þungur, þróttmikill, nokkuð tor-
skilinn, en ákaflega myndauðugur
skáldskapur; skáldskapur, sem á
miklu meira skylt við heilann en
hjartað. Meðal þessara skálda tá
nefna Grím Thomsen og alþýðu-
skáldið Bólu-Hjálmar. Mest sker
sig þó úr í þessu efni kveðskapur
Einars Benediktssonar (f. 1864).
Einar er ákaflega mikilúðlegt
skáld. í kvæðum hans er fólginn
nærri því takmarkalaus kraftur.
Eg gæti trúað, að kvæði hans “Út-
sær” sé að því leyti sambærilegt
við hin beztu kvæði í heimsbók-
mentunum um það efni. í kvæð-
inu “Dettifoss’’ er það reginafl og
ofsi fossins, sem hann dýrkar—ekki
fegurðin. Orkudýrkun Einars kem-
ur auk annars fram í því, að hann
mun vera fyrsta Ijóðaskáldið á ís-
lenzka tungu, sem gerir vélar og
önnur nútímatæki að umtalsefni
(svo sem einkum í kvæðinu Tinar-
smiðjur). Mest af ljóðum hans eru
hugsanir, sem koma fram í myndum
og líkingum. Og í öllum hinum
betri kvæðum hans birtast hvassir
vitsmunir. Og undir niðri logar
eidur skapsmunanna. En búning-
urinn er sjaldan léttur né ljós. —
Einar er víðförull maður, og eru
mörg kvæði hans ort á fjarlægum
stöðum, í Róm, Lundúnum, París,
Stokkholmi. En skáldið er sterk-
ur persónuleikur, sem ekki berst
með straumnum — hann lítur á allt
þetta með eigin augum. Ekki er
hægt að segja að Einar sé skyldur
rímnaskáldunum, en þó hefir haiin
ort eina rímu með hinum dýrasta
hætti sem til er (Ólafs ríma Græn-
lendings) og viljað með því vekjja
þá bókmentategund til lífs aftur.
Nokkrar þýðingar eru til frá hendi
Einars, svo sem þýðingin á Pétri
Gaut eftir Ibsen, og á ferhendum
Ómars Khayams (eptir þýðingu
Fitzgeralds).
Flest þeirra skálda, sem koma
næstu tvo áratugina, eru fyrir-
ferðarminni en tvö liin síðastnefndu.
En þeim er öllum iétt um að yrkja.
Surnir eru jafnvel snillingar að hag-
leik. Yfir mörgum þeirra er mild-
ur, rómantískur blær — stundum
nokkuð viðkvæmur — og ljóð þeirra
eru fáguð. Þeir eru ljósir og hafa
hreina lýríska æð. Meðal þeirra er
einkum að nefna: Guðmund Guð-