Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 200
166
TlMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
Hann er kjarnmikill barningsmaður,
íhaldssamur og fullur fyrirlitningar
á allri aðkominni “ómenningu.’’
Hann er í rauninni vel mentaður, en
sögurnar sýna, að hann skilur ekki
nema sveitina. Bæjalífið sér hann
nærri því alltaf utanfrá og með and-
úð. En lýsingar hans á sveita-
fólki eru oft fullkomnar, hann þekk-
ir að kalla hvern drátt í andliti þess,
hvert orð, hverja hreyfingu. Hann
sýnir, hversu allt mótast af misk-
unnarlausri baráttu fyrir lífinu,
hvíldarlausu erfiði, glímu við ill-
viðri og hörku náttúrunnar. Fólkið
verður alvarlegt og þröngsýnt, en
seigt og skyldurækið. Guðmundur
þekkir út í æsar ást bóndans á
sveitinni, jörðinni — í snildarlegri
smásögu “Gamla heyið’’ sýnir hann,
hvernig óáranin gerir ást bóndans
á heyinu að einskonar trúarbrögð-
um. — Á sumum sögum Guðmund-
ar er háðblær — háðinu er ekki
sízt beint gegn kaupstaðarbúum —
enn annarstaðar, svo sem í lýsing-
um á sálarlífi kvenna, kennir nokk-
urs tilfinningasemiskeims. Stíll
hans er stirður, en kjarnyrtur og
sérkennilegur. Orðaforði hans er
ákaflega mikill.
Einna mikilsvirkastur allra ís-
lenzkra skáldsagnahöfunda mun
“Jón Trausti” (dulnefni fyrir Guð-
mund Magnússon,(1873-1918) vera.
Eptir hann liggja heilir bálkar af
sögum, úr samtíð og fortíð, um
sveitalíf og sjómensku, kaupstaða-
líf og Reykjavíkurlíf. Mest hefur
hann ritað af lengri skáldsögum,
allmikið af smásögum, leikrit (Teit-
ur, Dóttir Faraós), ljóð (2 bindi) og
ferðaminningar. Langmerkastar
eru sögur hans.
Hann hafði ekki notið mikillar
mentunar og varð að stunda rit-
smíðarnar í hjáverkum. Hann var
lengst af ævinni prentari. Þetta
tvent, mikilvirkni skáldsins og það,
að hann verður að hafa skáldskap-
inn í hjáverkum, gerir það skiljan-
legt, að list hans er nokkuð ábóta.
vant og stíllinn ekki ætíð sem vand-
aðastur. En Jón Trausti hefir frá
mörgu að segja, hann þekkir lífið
bæði í sveitum og kaupstöðum land-
sins, þekking hans á mönnum er
víðtækari en annara skálda á hans
tíð. Frá sveitalífi samtíðarinnar
segir hann í sögunni “Halla” og
sagnabálkinum “Heiðarbýlið” (í
fjórum bindum) og ennfremur í
smásögum. Hann kann jafnvel að
lýsa stórbýlinu og heiðarkotinu, og
þeirri lífsbaráttu, sem þar er háð.
í sögunni “Leysing’’, “Borgir” og
ýmsum smásögum segir hann frá
kaupstöðunum, sem eru að taka
verzlunina af útlendingum, hreyf-
ingum í ltirkju og safnaðarlífi. Sjó-
mensku lýsir hann helzt í smásög-
um, og eru sumar þeirra ágætar.
Loks eru sögulegu skáldsögurnar:
“Sögur frá Skafáreldi,” “Góðir
stofnar,” “Tvær gamlar sögur,”
sem sýna ást skáldsins á fortíðinni.
— Jón Trausti er raunsær og nokk-
uð svartsýnn, en í sögum hans
kennir ekki sömu beizkjunnar og
meðal fyrstu natúralistanna á ís-
landi, svo sem Gests Pálsonar.
Áður hefur verið getið noklturra
skálda, sem bæði hafa ritað ljóð og
sögur, og skal það ekki rakið frek-
ar, enda eru nú nefnd flest hin