Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 202
168
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
hjáverkum. Allt um það munu hér
hafa verið fáeinir fyrstu flokks leik-
endur. — Á síðari árum hefir verið
stefnt að því, að stofnað yrði þjóð-
leikhús, með föstum atvinnuleik-
endum; mun þess nú skammt að
bíða, að það verði.
Áður mátti kalla, að það væri
ónýtt erfiði að skrifa leikrit, nú
varð það ekki sagt með öllum
sanni. En þó var aðstaðan ekki
góð, og er það vafalaust þess vegna,
að þjóðin hefir átt svo fá merk
leikritaskáld — fornsögurnar benda
til þess, að liin dramatíska skáld-
skapartegund sé þjóðinni mjög eig-
Inieg. Beztu leikritaskáldin hafa
skrifað fyrir erlend leiksvið. —
Ekki er hér ástæða til að telja
nema þrjú leikskáld frá þessu tíma-
bili.
Elztur þeirra þriggja manna og
sá, sem mest hefir unnið fyrir ís-
lenzka leiklist, er Indriði Einarsson
(f. 1851). Hann er hagfræðingur
að námi. í skóla ritaöi hann leik-
ritið “Nýársnóttina” (útg. 1872)
og er það vinsælt leikrit, en í raun-
inni veigalítið. Efnið er sótt í ís-
íenzkax þjóðsögur og heldur áfram
sömu stefnu og “Skugga-Sveinn”
Matthíasar Jochumssonar, og er það
enn meira í anda Álfhóls eptir Hei-
berg en þaö leikrit. Þar skiptast á
alvarlegir og gamansamir kaflar,
•og inn á milli koma söngvar. —Síö -
an hneigðist Indriði helzt að Ibsen
(þýðing á Víkingunum á Háloga-
landi) og Shakespeare (þýðing á
mörgum verkum hans óútgefið) og
Tíoma þau áhrif glögglega fram í
'hinum síðari leikritum hans. Þau
eru: Hellismenn (úr þjóðsögum),
Sverð og bagall (sögulegt, efnið frá
Sturlungaöld), Skipið sekkur (nú-
tíðarleikrit), Dansinn í Hruna (úr
þjóðsögum, undir áhrifum frá
Shakespeare).
Miklu meira vald á dramatísku
formi hafa Jóhann Sigurjónsson og
Guðmundur Karnban. Báðum er
það sameiginlegt, að ieikrit þeirra
liafa ýmist komið út á Dönsku og
íslenzku í senn eða aðeins á Dönsku.
Jóhann Sigurjónsson er sonur
norðlenzks bónda (f. 1880), stund-
aði um tíma landbúnaðarnám, en
yfirgaf það brátt með öllu og lagði
stund á leikritagerð. Dvaldi hann
síðan lengst af í Kaupmannahöfn.
Verk hans eru ekki mikil að vöxtum,
enda dó hann enn á bezta aldri
1919, en þau eru því meiri að gæð-
um. Fyrsta leikrit Jóhanns er
“Doktor Rung” (1905), sem er látið
gerast í Kaupmannahöfn. Það er
sálfræðileg rannsókn. Efnið í
næsta leikriti Jóhanns, “Bóndinn á
Hrauni,” er sótt til íslands, og svo
er um öll leikrit, sem hann ritaði
síðan. Fjalla-Eyvindur er ef til vill
þeð leikrit, sem stendur hæzt
frá listarinnar sjónarmiði. Efnið
er íslenzk þjóðsaga, sem er að vísu
söguleg að uppruna: um útilegu-
manninn Fjalla-Eyvind og Höllu,
konu hans. Eyvindur hefir sökum
fátæktar gerst þjófur, legst út og
dylst. Hann dvelst nú öllum ó-
kunnur hjá ekkju einni, Höllu, í
fjarlægum landshluta. Þau fella
hugi saman og flýr hún með honum
inn í fjalla-auðnirnar, er hún kemst
að sekt hans. Þá hefst sorgarleik-
urinn: neyðin uppi á háfjöllum og
barátta hennar við ástina. í síð-