Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 203
íslenzkar bókmentir eptir siðskiptin
169
asta þætti er sem lesandinn sjái
skyggnum augum leyndardóma
mannshjartans, skáldið sviftir burtu
einni sjónhverfingarhulunni eptir
aðra, þangað til ekkert er eptir
nema tómið. Og þó er þetta ekki
hugvitsamleg rannsókn fyrst og
fremst, heldur stórfenglegur skáld-
skapur, líf. — Næsta leikritið,
“Galdra-Loptur,’’ er líka skapað upp
úr þjóðsögu. Loptur er skólapilt-
ur, sem leggur stund á galdur og
reynir að komast yfir galdrabók,
sem einn hinna dánu hiskupa hefir
yfir að ráða, en það mistekst, Lopt-
ur hefir gengið of langt, og djöfull-
inn tekur hann. Úr þessari Paust-
sögu, sem vafalaust er einhver
glæsilegasta íslenzka þjóðsagan,
skapar skáldið mannlegan sorgar-
leik, spunninn af ástarsvikum, æðis-
genginni ósk og samvizkubiti, og
þjóðtrúin, sem er uppistaða þjóð-
sögunnar, verður í leiknum ekki
nema einn þátturinn. Loptur ósk-
ar Steinunni dauða, og þegar hún
ræður sér bana rétt á eptir, hyggur
hann, að óskin hafi valdiö því, og
það rekur hann áfram lengra og
lengra út í myrkur fjölkynginnar,
sem skáldið lætur enda í æði. Þann-
ig færir skáldið þetta miðaldaefni
nær nútímanum. — Síðasta leikrit
Jóhanns er “Mörður Valgarðsson.’’
Efnið er sótt í Njjáls sögu og skygg-
ir hið forna snilldarverk á leikritið.
—í leikritum Jóhanns kemur nær
allstaðar fram dramatískur þungi.
sem stefnir látlaust að takmarkinu,
og skarpur skilningur á mannssál-
inni ,en auk þess eru mörg tilsvör-
in þrungin lýriskum liöfga, sem
minnir helzt á Synge.
Guðmundur Kamban (f. 1889)
kemur áratug síðar en Jóhann Sig-
urjónsson fram sem skáld. Hann
hefir ritað mest af leikritum, tvær
skáldsögur og nokkrar smásögur.
Hann hefir lengst af verið við leik-
starfsemi, og er því ekki að undra.
þó að leikritin séu kjarninn í verk_
um hans. Það er aðeins sjaldan,
að efnið er úr íslenzkri menningu.
(Leikritin “Hadda-Padda’’ og
“Kongeglimen,” kafli úr skáldsög-
unni “Ragnar Finnsson’’), sumt er
látið gerast í Danmörku (leikritiö
“De arabiske telte,” sagan “Det
sovende hus’’, kafli í “Ragnar
Pinnsson” fer fram í Ameríku.
Loks er hér að nefna dramatíska
ævintýrið “Sendiherran frá Júpí-
ter,” sem eigi er ákveðinn staður.—
Svo sem efnisvalið bendir til er
Kamban alþjóðlega menntaður
maður og alþjóðasinni. í flestum
ritum lians kennir ríkrar siðferðis-
legrar undiröldu, og það eru vanda-
mál menningarinnar, sem hann
tekur til meðferðar. í list hans
finnst allstaðar hagleiksmaðurinn,
sem kann vel tökin á því formi, sem
hann fer með.
Hér á undan hefir verið reynt
að gefa yfirlit yfir fagrar bókmennt-
ir íslendinga og hefir verið drepið
á flesta hina mikilhæfari rithöf-
unda, sem fram hafa komið fyrir
lok heimsstyrjaldarinnar. Hér er
þó eina undantekning að gera:
ekkert hefir verið sagt frá bók-
menntastarfi íslendinga í Vestur-
heimi. Er það þó ekki þess vegna,
að þar hafi ekki veriö skáld, sem
verð væru þess, að á þau væri