Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 205
ÍSLENZKAR BÖKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
171
Kempis og brotum af saurlífis-
draumum. Og þó er þetta allt ein
heild. Þess er ekki kostur að rekja
þetta efni nánar á þessum stað.
—Þau tvö skáld, sem nú voru nefnd,
einkennir einskonar barok-stefna;
Þetta eru menn, sem nota öll tæki
málsins til að lýsa því, sem þeim
býr í brjósti, á sem eftirminnileg-
astan hátt. Þeir eru mjög and-
vígir allri hófsemd og akedemiskum
smekk. Þeir eru óvenju bersöglir
og hispurslausir, og finnst einu
gilda þó að þeir særi heiðraðan al-
menning. Þeir hafa töluverða á-
nægju af að lýsa ranghverfum sál-
arlífsins. Og eitt er enn einkenni
þeirra: það er tvísæi í lífsskoðun.
Þeir sjá hlutina í einu og andstæðu
ljósi; háð og alvara, lotning og lítils.
virðing, bjargföst trú og nagandi
efi renna saman, svo víða er ekki
á nokkurn hátt unnt að segja, hvar
einu lýkur en annað hefst. Það
er eins og þeim finnist að hinu há-
leita sé ekki nógur sómi sýndur
nema líka sé dregið dár að því.
Vöxtur og gróandi einkennir ís-
lenzka menningu á síðari tímum.
Það er ekki allt jafnhöfugt; sumt
er veigalítið, og margt, sem leitar í
óvissu eitthvað fram á við. En skil-
yrðin fyrir margbreytilegu andlegu
lífi smávaxa. Fjölbreytnin vex.
Andi hins íslenzka kyns fær ný og
ný tæki, ný og ný form til að birtast
í. Fyrir utan vöxt bókmenntanna
skjóta aðrar listir upp höfðinu. í
myndhöggvara listinni skapar Einar
Jónsson sér frægð víða um lönd.
Hjá honum brýtur myndelska fornra
dróttkvæða og ímyndunarafl ýkju-
sagna og æfintýra sér nýjar leið-
ir undir leiðsögu trúaðs hugsjóna-
manns. íslenzkt landslag speglast
á einkennilegan hátt í verkum
hans — en einkum fær það þó að
njóta sín í verkurn hinna yngri
málara, svo sem Arngii'ms Jónsson-
ar, Jóns Stefánssonar, Jóhannesar
Kjarvals, sem allir hafa lagt mikla
rækt við þetta viðfangsefni. Hljóm-
listin er í byrjun — en hún hefir nú
þegar nöfn eins og tónskáldið
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, organ-
leikarann Pál ísólfsson og enn aðra.
Sami gróandinn er nálega á öllum
sviðum: vísindum, verklegri menn-
ingu, skipulagsmálum. ísland er
vonanna land.