Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 206
r
Kyja i%Ulasnti§ Islaimcd imtsMssiniamis
Professor Ágúst Bjarnason, Ph. D.
í samræðum sínum “Timaios’’ og
■“Kritias” (Timaeus and Critias)
segir Plato frá eyríki miklu, Atlan-
tis, sem á að hafa legið skamt út
af Njörfasundum (Herkúlesar súl-
um); hann lýsir stærð þess og auð
legð og segir það hafa sokkið í sæ
á einni einustu nóttu.
Hafi slíkt land nokkuru sinni ver-
ið til, bendir jarðfræðin helzt til
þess, að það hafi legið á þeim neð-
ansjávargrynningum, sem enn
teygja sig á 700 metra dýpi milli
Evrópu og Ameríku frá Norður-ír-
landi og Norðvestur-Skotlandi yfir
Hebrídur, Færeyjar og ísland alla
leið til austurstranda Grænlands,
og enn mynda þröskuldinn milli
Norðuríshafs og Atlanzhafs. Á
miðjum Miocentímum virðist þetta
eldgjósandi háfjallaland hafa sokkið
í sæ og ísland eitt hafa orðið eftir
eins og aðalstiklan milli hins gamla
og hins nýja heims. En sé ísl. jarð-
fræðilega skilgetið afkvæmi og arf-
taki hins gamla Atlantis, ætti það
á alþjóðamáli að heita eyjan frá At-
antis.
Einnig ísland virðist að nokkru
leyti hafa sokkið í sæ, því að auð.
séð er á grynningum umhverfis
þaö, hinum heimsfrægu fiskimið-
um, að það hefir einhverntíma ver-
ið 50—100 km. stærra á alla vegu
en það er nú (104,785 ferh. km.).
Samt sem áður gnæfir það enn
eins og “das trotzige Ende der
Welt” yfir hylgjur Atlanzhafsins
sem næst stærsta eyjan í Evrópu
næst Stóra Bretlandi.
Einu sinni, fyrir 1000 árum, varð
ísland stikla fyrir djarfhuga sæ-
farendur, eins og þegar Eiríkur
rauði fann Grænland frá íslandi
(982), og Leifur sonur hans, sem
var fæddur og uppalinn á strönd-
um á íslandi og því íslendingur, en
ekki Norðmaður, fann Ameríku (ár-
ið 1000), eða er Þorfinnur karlsefni
dvaldi í Ameríku vetrarlangt ásamt
konu sinni til þess síðar að stað-
festast á Íslandi og geta þar af sér
tvo biskupa og annað stórmenni.
Einu sinni, fyrir þúsund árum,
varð ísland og miðstöð mikillar
menningar, sem með bókmentum
sínum — hinum gömlu sögum sín-
um og sagnaritum — varpar ljóma
yfir öll Norðurlönd. Þá var þjóð-
veldi með þjóðþingi á íslandi —hinu
fornfræga Alþingi — sem stofnað
var 930 og heldur því þúsund ára
afmæli sitt hátíðlegt 1930 sem
fyrsta og elsta þjóðþing Evrópu.
En svo var eins og ísland sykki
í sæ og hyrfi úr sögum um mörg
hundruð ár, er það gaf sig Norð
mönnum og Dönum á vald; og svo
var það alla tíð, unz það fékk aftur
sjálfstæði sitt á þúsund ára hátíð-
inni 1874 og varð loks aftur að
sjálfstæðu ríki í stríðslok 1918.
Síðan er eins og það hafi vaknað
til lífs á ný, til dugs og dáða, og
væri því ekki fjarri sanni nú að
nefna það — Nýja Atlantis!