Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 207
NÝJA ATLANTIS EÐA ÍSLAND NOTÍMANS
173
i
Vilji menn skilja og meta rétti-
lega afstöðu og ástand íslands nú
á dögum, verða menn fyrst að gera
sér grein fyrir höfuðviðburðunum í
sögu þess.
Meginþorri þeirra Norðmanna,
sem létu óðöl sín og flýðu land fyrir
“ofríki” Haralds hárfagra, leituðu
norður til íslands frá Skotlandi og
Vestureyjum og settust þar að á
árunum 874—930.
Árið 930 var ísland talið albyggt
og voru þá um 60,000 manns í
landinu. Þá var allsherjarríkið
stofnað, og hið fornfræga “Al-
þing,” elzta þjóðþing heimsins,
sett á stofn. 1930 verður því þús-
und ára afmæli þess haldið hátíð-
legt á íslandi og þangað boðið full-
trúum frá helztu þjóðþingum beggja
megin hafs.
Árið 1000 var kristni lögtekin á
íslandi. Á fyrstu öldunum eftir
kristnitökuna var kirkjan þjóðleg
mjög, kenndi mönnum lestur og
skrift og ýmsa þarflega hluti. En
lærðir menn eins og Ari fróði hlóðu
grunninn að hinum þjóðlegu bók-
mentum með “íslendingabók” og
“Landnámu,” er báðar greina mjög
nákvæmlega frá byggingu lands-
ins, svo að engin þjóð í heimi veit
jafn mikið um sögulegan uppruna
sinn eins og einmitt íslendingar.
En er erkibiskupsstóllinn, sem
hinir tveir biskupsstólar á íslandi
heyrðu undir, fluttist frá Brimum og
Lundi til Þrándheims (1152), tók
að bóla á ýmsum væringum milli
kirkju og ríkis, kirkjan að heimta
hinn “kanóniska rétt” sinn viður-
kenndan og konungar Norðmanna
að gera tilkall til yfirráða á íslandi.
Samt sem áður stóð allsherjarríkið
á Íslandi í full 333 ár eða frá 930 til
1262—64, að það gaf sig Noregs-
konungi á vald með vissum skilyrð-
um. Frægt skjal, hinn svonefndi
“gamli sáttmáli,” sem enn er til f
brotum (frá 1302), greinir frá skil-
yrðum þessum: lög og réttur skyldu
íslenzk, og embættismenn íslenzkir;
sex skip, hlaðin lífsnauðsynjum,
skyldi árlega senda til íslands.
Gegn þessu hétu íslendingar “ei-
lífum skatti,” en svo er varnagl-
inn sleginn í niðurlagi sáttmálans,
að — ef sætt þessi sé ekki hald-
in í öllum greinum, að beztu manna
yfirsýn, þá séum vér þegar lausir
allra mála.
Sáttmáli þessi var brátt rofinu
í hverju einstöku atriði: lögin voru
sniöin upp eftir norskum lögum;
embættismenn konungs og biskupar
flestir af erlendu bergi brotnir og
verzlunin varð að hálfgerðri einok-
unarverzlun Bergensbúa og síðar
Hansakaupmanna. Samt helzt Sam-
bandið við Noreg fram til 1381, að
bæði ríkin, Noregur og ísland,
gengu undir Danmörku.
í hinu nýja sambandi sínu við
Danmörku varð ísland jafnvel enn
ver úti en í sambandi sínu við
Noreg, og innanlands hafði ka-
þólska kirkjan lagt hramm sinn á
eignir manna og óðul. Þó fór sýnu
verr við siðaskiftin (1550), er ís-
land varð lúterskt, og konungur sló
eign sinni á kirkjur og klaustur-
eignir, sem þá voru orðnar einn-
fimmti af öllum jarðeignum lands-
manna, svo og á sektarfé og ýms
önnur hlunnindi, er nú runnu öll f
fjárhirzlu konungs.