Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 209
NÝJA ATLANTIS EÐA ÍSLAND NÚTÍMfANS
175
konungur gefið landinu allfrjáls-
lynda stjórnarskrá, er gerði sjálfan
hann að iþingbundnum konungi.
En 2. ágúst s. á. hófst hátíðin.
Þann dag var haldin minningarræða
í öllum kirkjum landsins og hátíða-
höld, þar sem konungurinn sjálfur
var viðstaddur, hófust fyrst í höf-
uðstaðnum, en var síðan haldið á-
fram næstu daga á hinum forn-
helga þingstað landsins, Þingvöll-
um. Þýzk, dönsk, norsk og sænsk
herskip, einnig ensk og frönsk,
fluttu sæg af boðnum gestum og
óboðnum, en þjóðin streymdi á
Þingvöll úr öllum sveitum landsins.
Pagnaðam'k eftirvænting og hátíð-
leg alvara fylltu brjóst þjóðarinn-
ar. Það var eins og hún bylti af
sér fargi miklu sem á henni hefði
legið frá ómunatíð. Hún fylltist
aftur þrótti og þreki og það var
eins og kirkjuklukkurnar hringdu
nýja tíma með nýjum vonum inn
yfir landið.
Loks áttum vér þá að fá að fara
að eiga með oss sjálfir, en — þó
aðeins að nokkru leyti. Enn átti
danskur. ráðherra eða öllu heldur
brot úr dönskum ráðherra, sem bú-
settur var í Kaupmannahöfn, og
hafði enga þekkingu á högum lands
ins, að hafa yfirstjórn allra mála
vorra, eða þó öllu heldur deildar-
sjtóri hans, og liann eða þeir höfðu
algjört neitunarvald gagnv. Alþingi.
Því urðu framfarirnar litlar fyrst
í stað og torsótt til nýjunganna.
Allskonar hömlur voru lagðar á
framsóknarhug vorn af hálfu Dana-
stjórnar og því varð oss það full
nauðsyn að losna undan yfir-
stjórn Dana. Vér urðum að reyna
að koma stjórninni inn í landið til
þess að vér fengjum fullkomlega
frjálsar hendur.
Þetta lánaðist oss fyi-st eftir 30
ára baráttu, er vér fengum heima-
stjórn með innlendum ráðherra, bú-
settum í Reykjavík, 1904. Síðan
hafa framfarirnar orðið all örar og
miklar á móts við það, sem áður
var. Þær voru að vísu byrjaðar
áður, en voru aldrei eins ákveðnar
og markvísar eins og síðan.
Loks við lok heimsófriðarins, þ.
1. des., 1918, varð ísland frjálst og
sjálfstætt ríki í persónusambandi
við Danmörku. Þenna sáttmála,
sem er uppsegjanlegur af beggja
hálfu, hafa menn nefnt hinn “nýja
sáttmála” í mótsetningu við þann
gamla, en síðan höfum vér lifað I
sátt og samlyndi við Danmörku og
getað snúið oss algerlega að inn-
anlandsmálum vorum.
Hvernig leit nú út í landi voru,
1874, er vér tókum við því af hinu
erlenda valdi? Á íslandi var þá
hvergi að finna byggða vegi eða
brýr, aðeins götutroðninga, engin
samgöngutæki nema hestfætuma
og postula hestana. Hvergi voru
vitar kringum strendur landsins og
engin hafnarvirki. Húsin voru víð-
ast torfbæir til sveita, en timbur-
kofar í sjóþorpunum. Á öllu land-
inu voru eitthvað 4 embættismanna-
bústaðir úr steini og þrjár stein-
kirkjur. Höfuðatvinnuvegir lands-
manna, landbúnaður og sjávarút-
vegur voru í aumustu niðurlægingu,
en fólkið sjálft fátækt og bælt.
Landsfjárhirzlan var tóm en Danir
höfðu lofað 60 þúsundum kr. árlegu