Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 212
178
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
arútvegui-inn tekiö. Árið 1873 voru
flutt út 4,400,000 kg. af fiski, en árið
1925, 54,400,000 kg.
Árið 1875 nam fiskiútflutningurinn
c. 5 milj. króna.
Árið 1925 nam fiskiútflutningurinn
50 milj. króna.
-Hann hefir því tífaldast að verð-
mæti á síðustu 50 árum og er það
að þakka nýtízkubúnaði fiski.
skipa, sem nú aðallega eru togarar
og línuveiðarar og stórir mótorbát-
ar, er sækja fiskinn langt út á haf.
Fiskframleiðslan hefir aukist svo
sem hér segir: Árið 1898 var hún
oröin helmingi, 1904 fjórum sinnum,
1913 fimm sinnum, 1922 átta sinn-
um og 1925 tólf sinnum meiri en
hún var 1873. Meðalframleiðsla
síðustu ára nernur c. 50 milj. króna
að verðmæti og fer þó heldur vax.
andi. Mætti og auka hana með því
að hraðfrysta fiskinn og senda hann
nýjan á markaðinn.
Til eru margar góðar hafnir af
náttúrunnar hálfu á íslandi, einkum
á Vestur, Norður og Austurlandi,
þar sem Suðurströndin er að mestu
leyti ein hafnleysa sakir brims og
sanda. Hafskipabrýr og hafnar-
bakkar hafa þó verið gerðir í ýms-
um kaupstöðum landsins, svo sem
Stykkishólmi, ísafirði, á Akureyri
og Húsavík o. v. En stærri hafn-
arvirki hafa aðeins verið gerð í
Reykjavík, höfuðstað landsins, og í
-aöalverkstöö þess, Vestmannaeyj-
um. Var verið að smábæta við
liafnarvirkin í Reykjavík frá 1913—
18 og síöar.
Árið 1876 byrjaði danskt eim-
skipafélag (D. F. D. S.) að sigla á
ísland og ásamt öðru erlendu fé-
lagi “Thore” annaðist það því nær
alla flutninga frá og til landsins
fram undir 40 ár. En árið 1914
tóku íslendingar sig til, ásamt
frændum sínum, er út höfðu flutt til
Ameríku, og stofnuðu innlent eim-
skipafélag (Eimskipafélag íslands).
Meðan á stríðinu stóð keypti og
landstjórnin 3 eimskip til þess að
tryggja vöruflutninga til landsins.
Frá 1917 sigldu skip vor á Ameríku,
Halifax cg New York, og sóttu
þangað vörur, en það fleytti oss yfir
stríðið svo, að oss brast ekki lífs-
nauðsynjar. Nú á eimskipafélag
vort 5 skip og siglir í harðri sam-
keppni við danskt og norskt félag á
Kaupmannahöfn, Hamborg, Leith,
Hull og stundum líka London.
Verzlunarfloti vor er nú orðinn
allstór. Árið 1875 áttum vér ekk-
ert verzlunarskip. 1925 voru þau
orðin 60 gufuskip yfir 100 tons með
samtals 20,000 tonna bm-ðarmagni
eða 200 tons fyrir hverja 1000 íbúa,
þannig að aðeins Noregur, Stórbret-
land og Holland (með 542,294
og 218 tons á hvert 1000 íbúa) hafa
stærri verzlunarflota.
Verzlun vor hefir aukist stórum
og það aðallega á síðasta áratug.
Ár Innflutt •Útflutt Alls
1880 4.309.000 6.717.000 11.026.000
1890 4.549.000 5.034.000 9.583.000
1900 6.528.000 9.000.000 15.528.000
1910 11.323.000 14.406.000 25.729.000