Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 214
180
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
1890 einum þriðja, 1900 einum
fimta, 1910 einum fjórða og nú
meira að segja ekRi nema einuin
sjötta—einum sjöunda af allri fram-
leiðslunni, þar sem sjávarafurðirnir
nema yfir 80%.
En hver er þá fjárhagsleg niður-
staða af þessu striti voru síðustu
fimmtíu árin? Því verður ekki
svarað nema með því að skýra frá
innieign landsmanna í sjóðum og
bönkum.
Árið 1873 var aðeins 1 sparisjóður í
landinu. Innieign 13.600 kr.
” 1880 voru 5 sparisjóðir í land-
inu. Innieign 240.442 kr.
1890 voru 13 sparisjóðir í land-
inu. Innieign 774.345 kr.
” 1897 voru 23 sparisjóðir í land-
inu. Innieign 1.747.411 kr.
En eftir uppgjöf Hagstofunnar voruí bönkum:
innstæður árið 1911 orðnar 6.986.000
” 1916 " 19.330.000
” ” 1920 ” 38.034.000
” ” 1922 ” 39.578.000
” ” 1924 ” 43.400.000
eða liðugar 434 kr. á mann, en rík-
isskuldir voru á því sama ári 168
kr. á mann, en fóru þegar á næsta
ári, að innstæðufé óskertu, niður í
120 kr. á mann.
Hagur lands og þjóðar er því all-
góður. Fyrstu fjárlög vor hljóðuðu
upp á 212,000 kr., núverandi fjár.
lög vor upp á 11—12,000,000 kr.
Fyrsta innieign vor nam alls 13,600
kr.; 1924 var hún orðin 43,000,000
kr. og er nú eflaust meiri, um eða
yfir 50,000,000, auk allra fasteigna
landsmanna og ríkisins bæði á landi
og sjó. Hagurinn er þannig all-
góður og hinar fjárhagslegu fram-
farir á síðustu 50 árum feikilega
miklar.
Ófriðarárin urðu íslandi erfið. En
jafnframt leiddu þau þó það í ljós,
að ísland mundi geta séð sjálfu sér
farborða, ef í hart færi. Til allrar
hamingju höfðum vér þá fengið
fiskiflota vorn og verzlunarflota,
svo að vér gátum selt stríðsþjóðun-
um bæði ull, kjöt og fisk. En er
leið á stríðið, urðum vér að snúa
verzlun vorri á Ameríku og sigla
hinum litlu skipum vorum þangað
á Halifax og New York. Þaðan
fengum vér svo helztu lífsnauðsynj-
ar vorar og gátum meira að segja
miðlað öðrum, eins og t.d. Færeyj-
ingum. Ríkisstjórnin setti á stofn
landsverzlun til þess að annast þessi
innkaup og seldi svo vörurnar til
kaupfélaga og kaupmanna.
Á stríðsárunum urðum vér að
semja við erlend ríki, án milligöngu
Danastjórnar, bæði við Englendinga
og Bandaríkin og jafnvel fleiri ríki.
En þetta sýndi, að vér myndum ekki
þurfa milligöngu Dana, þegar fram
í sækti.. Fyrir þenna lærdóm, sem
vér fengum í stríðinu, sameinuðu
hinir pólitísku flokkar landsins sig
í stríðslokin og fóru fram á það, að
ísland yrði frjálst og sjálfstætt ríki.
Eftir að nefnd Dana og íslendinga,
sem kom saman í Reykjavík sumar-