Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 216
182
TIMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLEN'DINGA
verkbönn fyr en í byrjun árisins
1929, því að sáttasemjara ríkisins
hefir venjulegast getað miðlað mál-
um, áður en meira varð úr.
Önnur og miklu áhrifameiri and-
staða, sem einnig hefir orðið póli-
tísk hefir myndast milli svonefndra
“samkeppnismanna” og samvinnu-
félagsmanna”. Þegar upp úr 1880
tóku bændur að stofna með sér
kaupfélög til þess að verjast og
andæfa hinni óbilgjörnu kaup-
mannsverzlun og hefir félögum
þessum síðan fjölgað mjög. Árið
1917 mynduðu þau með sér “sam-
band ísl. samvinnufélaga” (S.Í.S.)
og stofnuðu jafnframt stjórnmála-
flokk, svonefndan Framsóknar-
flokk, og mynda bændur aðal kjarna
hans. Á hinn bóginn liafa kaup-
staðarbriiar yfirleitt skipzt í tvo
fiokka, liinn fyrnefnda jafnaðar-
mannaflokk með mjög róttæku
konnnúnista broti, er nefnir sig
“unga” jafnaðarmenn,” er hinir
gömlu jafnaðarmenn hafa ekki vilj -
að viðurkenna opinberlega, og í-
haldsmenn, flokk heildsala og ann-
ara verzlunar- og útvegshölda. Við
síðustu kosningar gengu jafnaðar-
menn í kosningasamband við sam-
vinnufélagsmenn og úr flokki hinna
síðarnefndu er núverandi stjóm
landsins.
Fyrir utan verzlunarmálin hefir
samvinnufélagsskapurinn ræktun
og byggingu landsins efst á stefnu-
skrá sinni. Eins og þegar hefir
verið tekið fram eru vart meira en
30,000 ha. fullræktað land á íslandi
og á því búa nú um 46,000 manns.
En auk þess eru til í landinu um
1,000,000 ha. af auðræktanlegu,
góðu mýrlendi, og ef það allt væri
komið í fulla rækt og nægur væri
markaður fyrir afurðirnar, gætu
minnst 1\ milj. manna lifað af land-
búnaði á íslandi. Auk þess mætti
reikna $ milj kaupstaðarbúa, er
auðveldlega gætu lifað á fiskiveið-
um, verzlun og iðnaði. En þetta
sýnir eitt með öðru, hversu mikla
framtíðarmöguleika land þetta hefir
að geyma.
Það er nú framtíðardraumur ekki
einungis eins sérstaks stjórnamála-
flokks, heldur allra góðra íslend-
inga, að vér ekki einungis getum
lifað í friði og sátt við aðrar þjóðir,
heldur og lyft svo landi voru og
þjóð, að vér innan ekki allt of langs
tíma getum orðið að miljónaþjóð.
En það er líka einlæg ósk vor að
verða að sannmentaðri þjóð, og því
ætla ég nú að lokum að bæta nokkr-
um orðum við um andlega lífið á
íslandi.
í baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir
viðreisn íslands hafa tillögur hans
í skóla- og mentamálum, þrátt fyrir
ýmsa örðugleika, átt sigri að lirósa.
Heimilisfræðslan liefir jafnan verið
i góðu lagi á íslandi, svo að mikill
meiri hluti þjóðarinnar hefir oftast
verið læs og skrifandi og lesið forn-
bókmentir sínar jöfnum liöndum við
nútíðarbókmentir. En á 5. tug
fyrri aldar, er Jón Sigurðsson hóf
starfsemi sína, voru enn engir al-
þýðuskólar í landinu og aðeins 1
lærður skóli. Jón Sigurðsson vildi
láta stofna barnaskóla, bændaskóla,
prestaskóla, læknaskóla, lagaskóla
og jafnvel einskonar háskóla, er
hann nefndi þjóðskóla. Og þetta
hefir smámsaman ræst.