Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 217
NÝJA ATLANTIS EÐA ISLAND NÚTlMANS
183
Nú eru um 50 barnaskólar í land-
inu og fjöldi svonefndra farskóla til
sveita, þar sem barnakennarar fara
um og eru um tveggja mánaða skeið
á ýmsum bæjum til þess að kenna
börnum úr nánasta umhverfi það,
sem krafist er af börnum í lestri,
skrift, reikningi, landafræði, sagn
fræði og náttúrufræði.
Nú eru og komnir á fót ýmsir fram-
haldsskólar bæði í kaupstöðum og
í sveitum, 2 bændaskólar, 4 lýðskól-
ar, 3 gagnfræðaskólar og 2 lærðir
skólar og auk þess ýmsir sérskólar
í höfuðstað landsins, svo sem: 1
iðnskóli, 1 vélfræðaskóli, 1 stýri-
mannaskóli, 2 verzlunarskólar, 1
aiþýðukennaraskóli, og 3 kvenna-
skólar, einn í Reykjavík, annar á
Vesturlandi, þriðji á Norðurlandi.
Af æðri skólum voru áður aðeins
til einn lærður skóli, en 1847 feng-
um vér og prestaskóla, 1876 lækna-
skóla, 1908 lagaskóla og loks á ald-
arafmæli Jóns Sigurðssonar, þann
17. júní 1911, vcru þessir þrír skólar
sameinaðir og bætt við fjórðu deild-
inni í lieimsspeki, bókmentum og
sögu landsins og nefndur “Háskóli
íslands.”
Iíáskólinn, sem að meðaltali er
sóttur af 150 stúdentum, er í 4
deildum með 25 kennurum (10
pprófessorum og 15 docentum og
aukakennurum), guðfræðisdeild,
læknadeild, lagadeild og heimspek-
isdeild. Kennarar í guðfræði-
deild og lagadeild hafa einkum unn-
ið að því að semja kenslubækur á
íslenzku í ýmsum greinum námsins
og liefir einkum próf. S. P. Sivertsen
unnið að þessu í guðfræðideild, en
próf. Einar Arnórsson í lagadeild.
Læknadeild notar enn mestmegnis
erlendar fræðibækur, þýzkar og
enskar, eftir beztu sérfræðinga, en
henni til hjálpar hefir verið stofnuð
efnarannsóknarstofa. Röntgens-
stofa og pathologisk rannsóknar-
stofa. Stór landsspítali, sem ein-
mitt nú er verið að Ijúka við, kem-
ur henni til hjálpar þegar á næsta
ári.
Það má aðallega þakka landlækni
G. Björnson, hversu miklar framfar-
ir hafa orðið á sviði heilbrigðismála
síðustu 25 árin. Fyrir aldamótin
1900 var hér varla nokkur sæmileg-
ur spítali, en nú eru á öllu landinu
um 30 spítalar, sjúkrahús og heilsu-
hæli með:
um 600 sjúkrarúmum á 10,000 kr.
rúmið, kr. 6,000,000,
En í byggingu hafa verið:
1 geðveikrahæli með 120 rúmum á
10,000 kr. — 1,200,000 kr.
1 landsspítali með 120 rúmum á
10,000 kr. — 1,200,000 kr.
en í einstaklingseign (einkum ka-
þólskra) 158 rúm á 10,000 kr.
— 1,580,000 kr.
Samtals............9,980,000 kr.
eða um 10 milj. króna. Þannig eru
nú til í landinu um 1 sjúkrarúm
fyrir hvert hundrað manns, þar sem
því nær ekkert var til áður og er það
meiri framför en víðast hvar annars-
staðar.
Árangurinn af þessum heilbrigð-
isráðstöfunum er mjög gleðilegur.
Um miðja 19. öld var dánartalan
um 33 af þúsundi, en nú er hún,
þrátt fyrir sjóslysin, orðin mjög lág,
eitthvað um 11—12 af þúsundi.
Fæðingartalan aftur á móti er orð
in tiltölulega há, rúmlega helmingi