Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 218
184
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
hæm en dánartalan eða 25.6 af
þúsundi. Landlægum sjúkdómum,
eins og til dæmis holdsveiki og sulla-
veiki, hefir því nær alveg verið út-
rýmt; aðeins tæringin, sem mun
hafa komið til landsins um 1880, er
enn mjög ágeng, en öflugar ráðstaf-
anir hafa verið gerðar gegn henni;
2 stór heilsuhæli liafa verið reist
og 1 hressingarhæli og síðan árið
1921 fá allir efnalitlir sjúklingar
ókeypis spítalavist og lækningar og
lieíir það haft þungan skatt í för
með sér.
Til þess nú aftur að víkja að há-
skólanum er 4. deild hans, heim-
spekis og máladeildin hinn eiginlegi
vaxtarbroddur hans. Tveir nýir
kennarastólar í ísl. bókmentum og
sögu voru stofnaöir þar til minning-
ar um vísindstarfsemi Jóns Sigurðs-
sonar, ennfremur ein dócentstaða í
ísl. og germanskri málfræði og loks
prófessorsstóll í heimspeki. Við
þessa deild hafa dvalið ýmsir er-
lendir lektorar um skemri eða leng-
ri tíma til þess að flytja fyrirlestra,
einkum skandinavískir (danskir,
sænskir og norskir) og jafnvel einn
amerískur, sendur af Eddy Founda-
tion. Tveir franskir sendikennarar
liafa og veriö þar, en enginn þýzkur.
Rit kennara í þessari deild hafa ef
til vill mesta almenna þýðingu og
því eru hér talin nokkur þeirra:
í sögu íslands—
Dr. J. J. Aðils (t): Stutt ágrip af ís-
landssögu.
Einokunarverzlun Dana á ís.
landi.
Dr. P. E. Olason: Menn og menntir
(Saga siðskiftanna, í 4 bindum)
Æfisaga Jóns Sigurðssonar
(ekki útkomin öll).
Um ísl. bókmenntir og mál:
Dr. S. Nordal: Um Snorra Sturluson
Ný útgáfa af Völuspá.
Bókmenntasaga (enn óútkom-
in),
Dr. Al. Jóhannesson: Grammatik
der nordischen Runeninschrif-
ten.
Saga íslenzkunnar til 1350.
Ueber Suffixe, o. fl.
Um heimspeki:
Dr. Ágúst Bjarnason: Yfirlit yfir
sögu mannsandans (4 bindi:
Austurlönd, Hellas, Vesturlönd,
Nítjánda öldin).
Almenn rökfræði.
Almenn sálarfræði
Siðfræði (2 h. af 3 útkomin).
Árið 1918, í minningu þess að þá
voru fyrir 800 árum fyrst skráð lög
á íslandi, var Vísindafélag íslend-
inga stofnað af kennurum liáskól-
ans og öðrum lærðum mönnum.
Á það að greiða fyrir vísindarann-
sóknum og vísindaritum íslenzkum
og hefir þegar gefið út 3 rit þessa
ef nis:
G. G. Bárðarson: Postglaciale
Meeresablagerungen.
B. Sæmundsson: Fiskarnir.
Th. Tliorkelsson: On Thermal Ac-
tivity in Reykjanes, Iceland.
Verkfræðingafélagið á og skilið,
að þess sé getið. Það hefir um
nokkur ár gefið út myndarlegt tíma-
rit og er þar meðal annars lýst öll-
um helztu verklegu fyrirtækjum
landsins. Það hefir og nú síðasta
árið gengist fyrir rannsóknum á