Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 222
188
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
arverzlunin, er áður batt öll við-
skifti íslendinga við erlenda menn,
sanikvæmt leigusamningi við eitt
forneskjulegt okurfélag, breytist í
frjáls viðskifti landsmanna við allan
heim. Þingræði þjóðarinnar eykst.
Ný stjórnarskrá er leidd í lög. Kon-
ur fá aukin réttindi. Bindindis-
hreyfingin nær fótfestu í landinu og
þjóðin verður þúsund ára (1874).
Umheimurinn smá áttar sig á því,
að ísland sé andlega myndug þjóð,
þó sjálfum finnist oss sú viðurkenn-
ing, eða sá skilningur á þjóð voití,
hafi farið hægagang.
Þjóðhá.tíðarhöldin 1874 urðu
vængir, er lyftu þjóðinni til flugs.
Konungur Dana og íslendinga heim-
sótti land og þjóð. Var það hin
fyrsta konungskoma til íslands og
þótti því tíðindum sæta. Margt
erlendra höfðingja, ágætra manna
og rithöfunda, heimsóttu þá ís-
land. Ýmsar þjóðir, háskólar og
stórblöð sendu þangað sína erind-
reka. Bandaríkin sendu þrjá menn:
C. W. Field, Bayard Taylor, skáldið,
og dr. Hayes, norðurfara. í sendi-
nefnd Breta var, meðal annara,
William H. Gladstone, sonur hins
fræga þingskörungs og stjórnarfor-
manns Englendinga. Jafnvel Ind-
land átti þar sinn fulltrúa. Þúsund
ára hátíðar íslendinga var einnig
minnst á ýmsum stöðum utan ís-
lands, einkum í Noregi og Svíþjóð,
og á nokkrum stöðum á Englandi
og Þýzkalandi. Fagnaðarhátíð var
haldin í Parísarborg og íslendinga
minst í Róm. Norðmenn í Chicago
og New York mintust hátíðarhalds-
ins og sömuleiðis Cornell háskóli.
(Sbr. P. C. Headleys: The Island of
Fire). Er þessa hér getið, því hér
mun fólgið fræ hins nýja tíma.
Víðtækari kynni íslendinga og um-
heimsins hófust. Og meðal hinna
kyrlátu og hagspöku íslendinga tók
ýmsa að fýsa með skáldinu að sjá,
ekki einungis það, sem felst að baki
fjallanna háu, heldur og lönd og
menning hinum megin hafsins hyl-
djúpa. Fregnum um erlenda dýrð
fjölgaði árlega, og ótrúlega marga
fýsti “að halda út í heim til hall-
anna' úr moldarbænum.” íslenzk
blöð og rit nýskriðin úr hýðinu,
þrungin vonþrá hins nýja heims,
víðfrægðu ótrautt erlendar fram-
farir. Eðlilega vegsömuðu menn
einkum Vesturheim, en mest og
bezt meðan engir eða örfáir flutt-
ust þangað af landi brott.
Þekking þjóðarinnar á Vínlands-
fundinum, er íslendingurinn Leifur
Eiríksson, ættmenn hans og fél-
agar, fundu Ameríku fyrstir hvítra
manna, nálægt fimm hundruð ár-
um á undan Kólombusi, — örugg
fullvissa hennar um sannleiksgildi
þeirra íslenzku sagna, ýtti við ætt-
ardrambi íslendinga. í undirvitund
manna rumskaðist eitthvað af eðli
víkingsins. Formaðurinn skygndist
eftir vesturátt. íslenzk foreldri ólu
á Vínlandi (Ameríku) hinn fyrsta
hvíta erfingja, en fluttust með son
sinn búferlum til íslands. Bar ekki
einhverjum ættmanna hans, þó
langt sé um liðið, að vitja arfs í
Ameríku?
Ameríka varð í augum ýmsra
fyrirheitna landið, — óskasteinn-
inn, sem ættin átti aftur að leitast
við að finna.
En einmitt á þessu tímabili, þeg-