Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 223
VESTUR ISLEN'DINGAR
189
ar þjóðsálin er af nýju að vakna.auð-
ug af nýjum vonum og með nýjar
þarfir, dynur yfir ísland og þjóð
þess óáran mikil, með eldgosi, ösku-
falli og hafís. Fylgdu því að sjálf-
sögðu ótíð, fjárfellir og viðskifta-
knignun um alt land. Var þá skugg-
sýnt um framtíð alla á sögu eynni,
og það enda í augum þeirra, er eigi
var gjarnt til að æðrast.
Á þessum tíma hófust fyrir al-
vöru vesturfarir íslendinga.
í fyrndinni, á söguöld íslendinga,
getur um févana höfðingja ís-
lenzkan. Hét sá Þorbjörn og bjó
að Laugarbrekkum. Lausafé hans
var mjög á förum. Og vinir hans
réðu honum að gefa dóttur sína
þrælssyni til fjár. Tók þá Þorbjörn
það ráð að yfirgefa ísland og freista
gæfunnar erlendis. Hafði hann þá
inni vinaboð mikið og er mann-
fögnuður sá stóð sem hæst, kvaddi
hann sér hljóðs og mælti á þessa
leið: “Hér hefi ek búit langa æfi,
ok hefi ek reynt góðvilja manna við
mik ok ástúð; kalla ek vel farit
hafa vár skifti, enn nú tekr liagr
minn at. óhægjast, fyrir lausafjár
sakir, enn hér til hefir kallat verit
heldr virðingarráð. Nú vil ek fyrri
búinu bregða, enn sæmdinni týna;
ætla ek ok fyrri af landi at fara,
en ætt mína svívirða,’’—(Þorf. s.
k., 3. kap’) För hans hvatti aðra
utanfarar. Sifjalið lians og sveitung-
ar ýfirgáfu, með Þorlbirni, ætt-
landið og liófu nýtt landnám.
Hygg ég að þessi fornsaga fari
með rétta mynd af aðal orsök ís-
lenzkra vesturflutninga á vorri tíð.
Engum skorti á ættjarðarást var um
að kenna. Engri kærleiks fátæks
til lands né þjóðar var til að dreifa.
Yfirskriftin yfir vesturfara-þáttum
íslendinga síðustu fimtíu árin, yrði
oftast eitthvað á þessa leið: Lausa-
fé á förurn. — Andlegur höfðingi
öreigi. Fyr búinu að bregða en
sæmdinni að týna. Heldur flýja
feðra land en svívirða ættina. Dótt-
irin skal sízt gefin þrælssyni til
fjár. Börnin, ættina, sæmdina,
verður að varðveita. Févana höfð-
ingjar flytja af íslandi — barnanna
vegna. — Förin var ger til að forða
afkomendunum úr ánauð ytri kjara,
til að vernda ættina og sæmdina.
Framtíð barnanna eggjaði flesta í
þá för.
Á árunum 1855 og 1863 höfðu ör-
fáir íslenzkir menn fluzt frá ís-
landi til Utah í Bandaríkjunum og
til Brazilíu. í öndverðu mun hugur
þeirra manna á íslandi, er fýsti af
landi burt, einkum hafa staðið til
Brasilíu og hinna heitari stöðva
Suður Ameríku. Er það áform
þeirra manna, er áttu í æfilöngu
stríði við hafís og hregg, eðlilegt og
auðskilið. Af því áformi varð þó
lítið. í stað þess snérist útflutn-
ingur íslendinga til Norður Amer-
íku, Bandaríkjanna og Canada. Er
aiment talið, að sá útflutningur
hafi byrjað árið 1870. Það ár, 27.
júní, lenda fjórir ungir íslenzkir
menn, af Eyrarbakka í Árnessýslu, í
Milwaukee í Wisconsin. Hvata-
maður fararinnar var danskur að
kyni og átti sá ættmenn í Milwau-
kee. Leituðu þessir íslendingar
landnáms í ey einni, Washington
Island, í Michiganvatni. Bendir
landnámsvalið ótvírætt á íslendings-
eðlið. Er það landnám enn í ætt-