Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 224
190
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSEENDINGA
inni. Árið eftir bættust nokkurir
vesturfarar úr suðurhluta íslands í
hópinn.
Frá Norðurlandi hófust vestur-
farir 1872. Fer þá hátt á þriðja
hundrað íslendinga til Ameríku. í
þeim hóp er sá maðurinn, sem í raun
réttri er faðir að varanlegu land-
námi íslendinga í Canada, Sig-
tryggur Jónasson, fyr ritstjóri og
fylkisþingmaður í Manitoba. Er
liann enn á lífi, búsettur í Árborg
Manitoba, innan þess landnáms á
vesturströnd W|innipegvatns er
hann fyrstur manna fékk helgað
íslendingum og nefndi Nýja ís-
land. Bandaríkja megin varð Mil-
waukee, Wisconsin, miðstöð íslend-
inga fyrstu dvalarár þeirra í því
landi. Þar héldu Vestur-íslendingar
liina fyrtu íslenzku hátíð í Amer-
íku, 2. ágúst, 1874 — sama dag-
inn er heimaþjóðin mintist hátíðlega
þúsund ára bygðar ættjarðarinnar.
Var hátíð íslendinga í Milwaukee
bæði kirkjuleg og þjóðernisleg. Var
fyrst gengið til danskrar kirkju þar
í borginni. Flutti séra Jón Bjarna-
son, þá nýlega kominn frá íslandi,
íslenzka prédikun, er síðar var
gefin út. Varð hann um fjörutíu
ára skeið, í augum almennings,
Mose Vestur-íslendinga. Að lok-
inni guðsþjónustu gengu íslending-
ar fylktu liði til skemtigarðs eins í
horginni. Fóru fyrir tveir merkis-
berar, bar annar fána Bandaríkj-
anna, en hinn fálkamerki íslands.
Á skemtiskrá dagsins fluttu þeir
ræður séra Jón Bjarnason, Ólafur
Ólafsson frá Espihóli, leikmaður, og
Jón Ólafsson, ritstjóri, er þá dvaldi
hérlendis í nokkurskonar pólitískri
útlegð. Talaði liann tvisvar. Auk
þeirra mælti á norska tungu Páll
Thorlaksson, síðar prestur. Próf-
essor R. B. Anderson, samdi á ensku
fagra ræðu um kosti og ágæti ís-
lendinga, en ekki verður hér full-
yrt hvort hann flutti hana sjálfur
á samkomunni, eður eigi. Að lok-
um sórust viðstaddir íslendingar í
fóstbræðralag og fóru heimleiðis
klukkan níu að kveldinu.
Árið eftir, 1875, liefir réttilega
verið nefnt nýlenduárið mikla,
(Sbr. dr. R. P. Tímar. Þjrf. 1. ár.
bls. 103). Hófust á því ári fjögur
landnám íslendinga í Ameríku:
Markland í N. S., í Winnipeg og Nýja
ísland í Manitoba, og Minnesota-
nýlendan, aðallega í Lyon og Lin-
coln héruðum. Auk þess voru þá
þegar smáhópar íslendinga búsett-
ir í Utah, Nebraska, Wisconsin,
Ontario, Quebec og víðar. Þó varð
bygð íslendinga í Nova Scotia
Skammær. Hafði Jóhannes nokk-
ur Arngrímsson, þá í þjónustu Can-
adastjórnar, komið til móts við ís-
lendinga er dvöldu í Ontario, haust-
ið 1874. Lofaði liann þeirn, er til
Nova Scotia flyttu, gulli og grænum
skógum. Taldi hann landkosti þar
hina beztu. Fluttust þangað um
200 manns. Reyndist þeim land-
nám þetta ófrjó mörk og hróstug
mjög. Fluttust nálega allir þaðan
árin 1881 til 1882, til Winnipeg,
North Dakota og annara stöðva
íslendinga nær miðju landi. Á þeim
árum voru tvær af aðal nýlendum
Vestur-íslendinga að byggjast:
Rauðárdalsbyggðin í North Da-
kota og Argyle í Manitoba. Nokk-
uru síðar 1886 og 1887, bygðist ís-