Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 225
VESTUR ÍSLENDINGAR
191
lenzk sveit austarlega í Saskatche-
wan-fylki, og ber hún nafnið Þing-
vallanýlenda. Þá hófst og bygð í
Manitoba kend við Álftavatn, og
einnig í Alberta að Markerville.
Útflutningur frá íslandi til Ameríku
var mestur á árunum 1875 til 1890,
en hélzt þó fram yfir 1900. Fór
hann þá mjög þverrandi. Árferði
íslands og allur hagur heimaþjóðar-
innar hafði stórum batnað. Þar
kom, að útflutningi frá íslandi lauk
með öllu. Um aldamótin var aftur
orðið þröngbýlt í flestum nýlendum
eða sveitum íslendinga hér vestra.
Hófust þá á ný íslenzk landnám:
í hinni svonefndu Vatnabygð í Sas-
katchewan, sem nú er fjölmennust
allra íslenzkra sveita í Ameríku;
bygðir umhverfis Manitobavatn,
Winnipegosis, Swan River og Piney
í Manitobafylki; í McHenry og Bot-
ineau héruðum í Norður Dakota.
Er sú sveit venjulega kend við
Mouse River. Þá tók og íslending-
um að fjölga í smáhópum vestan
Klettafjalla, éinkum á Kyrra'hafs-
ströndinni, frá Alaska til San
Diego, California. Auk þess eru
Vestur-íslendingar nú dreifðir um
alla Norður Ameríku svo að í flest-
urn borgum Vesturheimsmanna,
fjölmörgum þorpum þeirra og sveit-
um, má finna íslendinga og afkom-
endur þeirra. Þó var það frá önd-
verðu tilgangur allrar félagsstarf.
semi íslendinga vestanhafs, að
stuðla að nágrenni þjóðbræðra
sinna í sérstökum sveitum, að varð-
veita ættararfinn sem bezt og sem
lengst, en um leið að styrkja þá til
þess að verða sem nýtastir þegnar
hérlendis.
Af því sem hér hefir verið sagt,
flýtur það, að tæpast mun unt að
segja með vissu, hve mannmargir
Vestur-íslendingar eru. Manntal
þeirra hefir ávalt verið áætlun ein.
Við síðasta manntal í Canada töld-
ust þar tæpar sextán þúsundir ís-
lendinga. Mjög er þó hæpið að öll
kurl komi þar til grafar. Ný prent-
að Minningarrit um fimmtíu ára
landnám íslendinga í North Dakota,
telur Íslendinga og afkomendur
þeirra tæpar þrjár þúsundir í því
ríki. Prófessor Gjerset, í History
of Iceland (1924) telur íslendinga
í Ameríku tuttugu þúsundir. En
sú tala er lág. Að líkindum eru
íslendingar vestanhafs tuttugu og
tvær til tuttugu og finnn þúsundir.
Býr þá sem næst fimti hver maður
nú lifandi íslendinga, í löndum Leifs
hepna, í Bandaríkjunum og Canada
En dreifing og heimsborgara eðli
margra íslendinga veldur því, að
hæfileikar þeirra verða fremur að
notum í almennings starfi og þjóð-
lífi, en í sambúð og samstarfi þeirra
sjálfra. Frá sjónarmiði hérlendra
manna telst slíkt vafalaust til kosta
Vestur-íslendinga. Enda munu þeir,
alment talað, meðal þeirra fyrstu
af erlendum mönnum, til að læra
mál og hætti heima þjóðanna. Á
sögutíðinni virðist einnig sá eigin-
leiki almennur og áberandi, hvað
þá íslendinga snertir, er erlendis
dvöldu. Voru þeir jafnan í há-
vegum við hirðir og með höfðingj-
um, fluttu þeirn Ijóð sín og skerntu
lýðnum, auk þess að standa fram-
arlega í mannraunum og drengskap.
Eitthvað af þeim kostum er áreið-
anlega enn í ættinni.