Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 227
VESTUR ÍSLENDINGAR
193
ur íslendingur er forseti eins stærsta
verkamannafélagsins í heimi. Vest-
ur íslendingur lögsækir eitt ríki
Bandaríkjanna fyrir hönd munað-
arleysingja, er ríkið misbauð á
hryllilegan hátt, vinnur málið, vek.
ur mannúð urn alt land, og verður
beinlínis til íþess að breyta hegning-
arlögum ríkisins. Vestur-íslendingar
hafa framleitt íþróttamenn, lista-
menn og sérfræðinga í ýmsum
greinum og fræðum. Þeir af þjóð-
flokki vorum, sem kenna í miðskól-
um og barnaskólum, verða ekki
taldir, svo almennir eru þeir vor á
meðal. Af blaðamönnum, rithöf-
undum og skáldum, erum vér lík-
lega hlutfallslega auðugastir allra
manna. Eg hefi talið saman ná-
lega 30 íslenzk blöð og tímarit, sem
út hafa komið þessi ár meðal ís-
lendinga í Ameríku. Efalaust hefir
þó eitthvað fallið úr þeirri tölu.
Einnig er ótalið með öllu alt starf
íslendinga við ensk blöð og ritgerð-
ir. Á því sviði eigum vér þó ýrnsa
stórvirka þjóðbræður. Ýmsir ís-
lendingar starfa við stórblöð þjóð-
anna hér vestra, eða gefa út blöð
á ensku, sem Gunnar B. Björnsson.
Marga aðra mætti nefna, er getið
hafa sér góðan orðstír. Meðal höf-
unda, er á ensku rita af Vestur ís-
lendingum, má sem dæmi.nefna Vil-
hjálm Stefánsson og Láru Salver-
son, er, auk ritgerða, hafa samið
margt bóka á enska tungu. Margra
annara væri skilt að geta. Bóka-
gerð meðal Vestur íslendinga er
heldur ekkert smáræði. Þær bæk-
ur skifta tugum. Eru þær og um
hin fjölbreytilegustu efni, þótt hér
sé ekki rúm til að greina nánar frá
þeim ritstörfum. En athyglisvert
er, að fyrstu sjálfstæðu skáldsög-
una, sem hér er rituð, nefnir höf-
undurinn Vohir. Vonir voru arfur
íslendinga. Vonir lágu hér í loft-
inu. íslendingar eru ung þjóð,
ungir sem landnemar hér vestra, og
útsýn þeirra er útsýn æskunnar.
Meðal vestur íslenzkra rithöfunda
má t. d. benda á mann, sem var
prestur, kennari og ritstjóri, F. J,
Bergmann, er auk þess starfs
ritar sex bækur og deyr þó á
bezta aldursskeiði. Annar íslenzk-
ur prestur, dr. Jón Bjarnason, var
einnig kennari og hafði ritstjórnar-
störf á hendi. Var hann stórmerk-
ur rithöfundur, er hafði víðtæk á-
hrif á ættjörðu vorri. Liggur eftir
hann mikið starf sem rithöfund og
leiðtoga. Nefna mætti og sögu-
skáldið J. Magnús Bjarnason. Hefir
hann ritað mörg skáldverk. Þannig
mætti lengi telja. Eftir skáldin
íslenzku hafa komið hér út á þess-
um fáu frumbýlingsárum rétt um
50 Ijóðakver og ljóðabækur sem ég
minnist. í þeim eru þó ekki talin
sálmakver né sálmabók, gefin út
hér vestra. Mun það eins dæmi í
öllum heimi, þegar mannfjöldi og
allar kringumstæður koma til
greina. Meðal skáldanna er mað-
ur, Stephan G. Stephansson, sem
áreiðanlega má telja eitt höfuð-
skáld Canadamann, og jafnvel hvað
snertir samtíðina í allri Ameríku og
á íslandi. Þó rnunu fáir hérlendir
geta nefnt nafn hans, hvað þá, að
þeir hafi hagnýtt sér andagift Vest-
ur íslendingsins. Mætti vel urn
hann segja, það sem Winnipeg blað-
ið Free Press lét rnælt um Gest