Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 230
196
TlMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
urðu þeim námar og “dallar’’ þeiira
að þilskipum. Bjálkakofarnir urðu
að Aladdíns höllum. Uxareiðinn
að eimreið, bifreið, eða jafnvel loft-
reið. Fyrir sendimenn og smala
komu símar. Fyrir afla sinn keyptu
þessir feður syninum bækur og
dótturinni hljóðfæri. Þeim gleymd-
ist eigi, að íslenzk börn voru kóngs-
börn — þótt einatt væru þau í á-
lögum. Því unnu þeir lausnar-
þrautina og brendu álagahaminn.
Ummyndan óbygðanna, þar sem
Vestur íslendingar tóku sér bólstaði,
fórnir þeirra, sigur þeirra og kær.
leiki þeirra til Canada og Bandaríkj-
anna, minnir allt á ljúfa fornldar-
sögu um Pygmalíon, kóng í Kyprus.
Sagan segir, að konungur gerði svo
fagurt meyjar líkneski, að hann
varð ástfanginn af. Varð ást hans
svo heit, að líkneskið fékk líf, — og
varð konan hans. Þannig finst
mér að vestur-íslenzki landneminn
hafi unnið, unnað og ummyndað
l&ndnám sín í Vesturheimi.
Tvo menn heiðra ég. Hinn þriðji
er ekki til. Annar er hinn þreytti
erfiðismaður er með þungu erfiði
sigrar jörðina og gerir hana mönn-
unum undirgefna.
Lotningarverð finst mér hin
harða, hrjúfa hönd, krept og gróf-
gerð, er engu að síður birtir kon-
unglegan mátt. Lotningarvert er
einnig andlitið þróttmikla, veður-
tekna, rykuga, með fornaldarlegan
þekkingarsvip, því það er jafnan
andlit þess manns, sem á lifandi
manndóm.
Því fremur ert þú, vestur íslenzki
faðir og frumbyggi, virðingarverð-
ur fyrir erfiðseinkennin og dags-
verkið. Því auk þess að unna þér
og treysta, finnum vér til með þér.
Fyrir oss, eftirkomendur þína, ber
þú, fyr ungur og fagurlimaður, nú
bogna og bilaða fætur og krepta
fingur. Á þig féll það hlutkesti, að
ganga vor vegna í styrjöld hinna
erfiðu landnámsára og örkuml þeirr-
ar baráttu, er þú háðir fyrir heill
annara manna, ber þú á þínu holdi.
Þú varst útvörðurinn er vaktir með-
an aðrir hvíldust.
Hinn er ég heiðra, og það þessum
fremur ef unt er, er sá eða sú, er
auk þessa aflaði andlegra nauð-
synja; er auk daglegs brauðs eign-
aðist lífsins brauð, er jók við sitt
jarðneska landnám, landnámi hug-
sjóna og himins, er átti annað og
meira en þrætupart í ríki kærleik-
ans.
Og hvergi munu slíkir kostir betur
og innilegar samanvígðir, en í æfi
margra hina útlendu landnema af
ættum goðanna. Þótt markaður
menningarinnar meti einatt lágt þau
lífskjör og þá mannkosti, sem hér er
mint á, er í raun réttri flest annað
hismi og hégómi hjá lífsárangri
þessara óbreyttu manna, sem ættu
skilið að komast í tölu goðanna.
Flestir hinna fyrstu vestur ís-
lenzku landnámsmanna, hvíla nú
þegar í þeim reitum, er þeir helguðu
með hugsun og iðju, í faðmi meyjar
myndarinnar fögru, er þeir sjálfir
gerðu dásamlega og elskuðu svo
heitt, að hún fékk líf og anda. Þeir
njóta friðar í rjóðrum er þeir ruddu,
í skjóli þess er þeir gróðursettu sjálf-
ir og vökvuðu með sveita sínum og
tárum. Nú sofa þeir í skugga skýj..
anna er oft ógnuðu þeim um æfina.