Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 231
VESTUR ÍSLENDINGAR
197
Og víðast er eini varðinn verk land-
nemans sjálfs, og vonir hans, helgar
og kyrlátar, er vaka í sálum og lífi
samferðamanna og afkomenda.
Ekki geng ég þess dulinn, að á ís-
lenzku landnámi og íslenzkum
landnemum, voru ýmsir gallar. At-
orku þeirra fylgdu yfirsjónir. Ýmsir
erfðasjúkdómar úr félagslífi feðra
Torra náðu hér landgöngu, þrátt fyr-
ir viðnám hins nýja lífs og hins nýja
heims. Með öndvegissúlum vorum
koma vogrek úr ormsjó aldarfarsins.
Frelsið gerði oss ekki alla sann-
frjálsa. Aukin efni reyndust ekki
öllum aukin sæla. Nýtt land þýðir
•ekki ávalt, að allir í því landnámi
verði nýjir og betri menn. Jafnvel
þroski og styrkur þeirra leiðsögu-
manna er frumbyggjalífið, framleið-
ir, getur orðið að harðstjórn og
hroka, en vanstyrkur hinna mörgu
brotist út sem óstjórn.
Við allt slíkt skal fúslega kannast.
En í ljósi landnámssögunnar, er hér
■er vikið að, er sú skylda og þörf nú-
tímans auðsæ, að hugsa ekki ein-
vörðungu og einhliða um rétt ein-
staklingsins, heldur á sama tíma um
skyldur hans. Sú er engan vegin
brýnust þörf nútímans, að gera alt
líf sem auðveldast, heldur hitt, að
gera mennina styrkari, dygðugri og
færari til að mæta úrlausnarefnum
sinnar samtíðar. Einmitt það brýnir
saga hinna vestur íslenzku land-
nema fyrir öllum þeim, er til hennar
þekkja.
Langt mál yrði það, að telja hér
fram öll lofsorð hérlendra manna
um Vestur íslendinga. Þó má telj-
ast einsdæmi, að nálega allir ágætir
menn, er þeirra hafa minst í ræðu
og riti, telja hingað flutta íslendinga
ákjósanlegasta og fremsta allra inn-
flytjenda, er hingað hafa komið til
Vesturheims. Er það samhljóða
dómur slíkra manna. í hið minsta
verður það ekki nefnt sjálfshól.
Hér verða einungis nefnd örfá
dæmi af vitnisburði hinna allra
fremstu manna, er verið hafa sam-
tíða Vestur-íslendingum.
Sumarið 1877, þegar landnám ís-
lendinga á vesturströnd Winnipeg-
vatns var í æsku, og hafði nýlifað
hina miklu þrautatíð, sem vikið er
að hér að framan, heimsótti Duffer-
in lávarður, sem þá var landstjóri
í Canada, þá nýlendu íslendinga, og
flutti þeim ágæta ræðu um ættar-
kosti nýlendumanna. Taldi hann
þá eiga öðrum fremur rétt til lands-
ins. Kvaðst hann fyllilega treysta
hugrekki, þolgæði og öðrum mann-
kostum íslendinga, er hanh teldi
öndvegisþjóð. Við þann vitnisburð
bætir hann svo: Eg hefi veðsett álit
mitt og orðstír hinum canadisku
vinum mínum fyrir því, að nýlenda
yðar þroskist og blómgist.”
Ár líða. Reynslan hefir borið sitt
vitni. Vestur-íslendingar eru
staddir í 50 ára afmæli í einni sveit
sinni hér vestra. Ríkisstjórinn í því
ríki, norrænn maður, lætur opinber-
lega frá sér þessi ummæli um Vest-
ur-íslendinga:
“Engir betri borgarar eru til í
Minnesota en þeir, er hingað hafa
komið frá íslandi, og niðjar þeirra.”
Nokkuru síðar halda Vestur-ís-
lendingar enn landnámshátíð í
öðru ríki. Sendir þá James J. Davis,
sem verið hefir ráðherra atvinnu-
mála í ráðuneyti Bandaríkjanna á