Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 232
198
TIMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSEENDINGA
stjórnartíð þriggja síðustu forset-
anna, þenna vitnisburð um Vestur-
íslendinga:
“Mér er það gleðiefni að rétta
bróðurhönd hinum ágætu borgurum
.....er komið hafa til vor frá ís-
landi....Mig furðar ekki á ágæti
þeirra. Saga íslands er söguljóð.
Hún er saga frægra leiðtoga.þrótt-
mikillar þjóðar og glæsilegra gáfna.
Frá íslandi hafa komið djarfir land-
könnuðir, sem auðgað hafa allan
heim.
ísland bygðist, svipað Ameríku, af
þróttmiklum lýð, er flýði harðstjórn
.....menning þeirra og bókmentir
varð alheims auður......Síðan þeir
tóku kristna trú hafa þeir ávalt
reynst fyrirmynd í guðsótta, hóf-
semi og starfsemi. Ef Ameríka hefir
veitt þeim ný og aukin tækifæri....
r...hefir þetta þjóðbrot fullgoldið
■það. Eg hefi veitt því athygli, án
þess mig furði það, hve margir
frægir menn hafa frá þeim komið
pg auðgað þjóðlíf vort,........sem
nafntogaðir kennarar, lögmenn,
læknar, dómarar, vísindamenn og
guðfræðingar......Allir sem einn
hafa þeir varið hugviti sínu og lær-
dómi sínum til blessunar fósturland-
inu......Megi hið góða fólk, er
hingað hefir flutt frá íslandi, lengi
varðveita eðlilegan þótta um ætt
sína og uppruna. Megi koma þeirra
til Ameríku ávalt reynast þeim jafn
ánægjuleg eins og hún hefir reynst
oss.’’
Burtness, þingmaður í þjóðþingi
Bandaríkjanna, bætir við, meðal
annara lofsorða, að “ef allir að-
komumenn hefðu reynst jafngildir
íslendingum, væri ekkert spursmál
til um innflutningsbann í Banda-
ríkjunum.’’
Sú freisting er virkileg, að halda
hér áfram að geta slíkra vitnisburða
þeirra manna, í báðum Vestur-
heimslöndunum er íslendingar
byggja, sem fremstir eru að viti og
mannþekking,—manna sem Theo-
dore Roosevelt. En þó skal staðar
numið með þessi orð úr béfi frá
Coolidge forseta, er nokkuru áður
hafði í hátíðarræðu flutt hin á-
kveðnustu ummæli um gildi ís-
lendinga alment:
“Mig furðar sízt að frétta, að hið
karlmannlega kyn íslendinga er
hingað fluttust fyrir hálfri öld frá
íslandi, hefir lagt veglegan og
veigamikinn þátt til framfara þjóð-
arinnar, bæði efnalega og andlega.”
Það er til í frásögnum, að í frelsis-
stríði Bandaríkjanna komu ýmsir
frægir menn erlendir, nýlendu-
mönnum til hjálpar.Meðal þeirra var
hin heimsfræga pólska þjóðhetja,
Kosciusko. Er hann gekk á fund
Washingtons hershöfðingja, spurði
Washington stuttlega: “Hvert er
erindi yðar hingað?” “Eg kem að
berjast í gestafylkingunni fyrir
frelsi nýlendanna,” svaraði Koscius-
ko. Mælti þá Washington: “Til
hvers eruð þér hæfur?” “Þér getið
reynt mig,” svaraði aðkomumaður.
Um erindi og hæfileika voru hin.
ir íslenzku vesturfarar spurðir á
einn eða annan hátt. Og þeir hafa
svarað spyrjendum í orði og verki:
Þér getið reynt mig.
Tel ég það yfirskrift og innihald
í landnámssögu og lífi Vestur-ís-
lendinga.