Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 234
200
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
■ertsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum,
Kristjájn Bessason.
Þegar hér var komiö störfum, var liSiö
aS hádegi og- fundi frestaS til kl. 2 síSd.
ÞingiS tók aftur til starfa stundvíslega
kl. 2 e. h. aS fjölmenni viSstöddu.
Fundargerö fyrsta fundar lesin og sam-
þykkt.
Þá var lögö fram skýrsla frá dagskrár-
nefndinni, er lagöi til, aö dagskrá sú, er
auglýst hefSi veriö í blööunum, væri sam-
þykkt meö lítilsháttar breytingu á niS-
urrööun málanna. Samþykkt.
Því næst var álit frá kjörbréfanefnd
lesiö af framsögumanni, séra Jónasi A.
Sigurössyni og skýrt; hljóSaSi þaS á þessa
leiS:
1) Kjöribréfanefndin leyfir sér að
benda þinginu á síöasta þings samþykktir
í 3. grein aukalaga þess, er svo hljóSar:
“Allir fulltrúar og erindsrekar skulu skrá-
settir í þingtbyrjun, og aS ritaS sé viö
nafn hvers þingmanns tala er sýnir hvaS
mörg átkvæöi hann fer meö á þingi, til
dæmis 1, 2, eSa 10 o. s. frv.
2) 'Samkvæmt þesu fylgi listi, er sýn-
ir nöfn og atkvæSafjölda erindsreka
deilda utan Winnipegborgar, og skrá yfir
alla kjörgenga meölimi deildarinnar Frón
í Winnipeg.
3) Tillögur stjórnarnefndar ÞjóSrækn-
isfélagsins um takmörkun á umiboSsat-
kvæSum, hafa góöfúslega veriS teknar til
greina, af þeim deildum félagsins er full-
trúa senda, og fara því ýmsar fjarlægar
félagsdeildir á mis viö aö nota til fulls
þau réttindi er þeim bera, lögum sam-
kvæmt.
4) Til þess aS greiSa fyrir þingstörfum
leggur nefndin til, aö þingiö viöhafi at-
kvæöi meö handauppréttingu í öllum
smærri málum þingsins, en nafnakall þá
aöeins, er tveir eöa fleiri fulltrúar deilda
æskja þess.
5) Listi þeirra er gefiö hafa sig fram
er á þessa leiS:
1. Deildin Fjallkonan, í Wynyard. Full-
trúi: Ásgeir I. Blöndahl, 11 atkvæSi.
2. Deildin ISunn, Leslie. FulltrúL Þor-
steinn GuSmundsson, 11 atkvæSi.
3. Deildin ísland, Brown. Fulltrúi Th.
J. Gíslason, 7 atkvæSi; Jón HúnfjörS
8 atkv.; Jóhannes HúnfjörS, 3 atkv.
(Frá þessari deild voru einnig stödd
á þingi: Mrs. Th. J. Gíslason, Mr. J.
S. Gillis.)
4. Deildin Brúin, Selkirk. Fulltrúar:
séra Jónas A. Sigurösson, 11 atkv.;
GuSjón Friöriksson, 11 atkv.; ÞórSur
Bjarnason, 11 atkv.; Kristján Bessa-
son, 11 atkv.; Kristján Pálsson, 11
atkv.; Sigurgeir Walterson, 11 atkv.;
Mrs. Sigurbjörg Johnson, 11 atkv.;
Sveinn Skaftfell, 6 atkv.
5. Nafnaskrá deildarinnar Frón í Win-
nipeg bæri þaö meS sér aS 228 félag-
ar heföu full þingréttindi.
6. Kunnugt væri um þessa félaga frá
Piney: S. S. Anderson, E. E. Ein-
arsson, Stefán Anderson.
Undir álitiS ritaSir:
Ásgeir I. Blöudahl
Jónas A. SigurSsson
Þorst. J. Gislason.
Tillaga var gerö af B. B. Olson, studd
af Halldóri S. Bardal, um aS álitiS væri
samþykkt. Var þaS gert meö ö’llum
greiddum atkvæöum.
Þá mæltist forseti til, svo aS auöveld-
ara væri aS átta sig á atkvæSagreiSslu,
aS þeir er ekki hefSu atkvæöisrétt á þing-
inu, sætu uppi á lofti, en atkvæSisbærir
menn niöri í fundarsalnuni. Einnig fól
forseti Ásm. P. Jóhannssyni, Gisla P.
Magnússyni og GuSmundi K. Jónatans-
syni aS hafa eftirlit meS atkvæSagreiSslu.
Næst var skýrsla fjármálanefndar lögS
fram, er svo hljóöaSB
“Viö, sem skipaöir vorum sem þing-
nefnd til aS athuga og yfirfara s'kýrslur
embættismanna ÞjóSræknisfélagsins, finn-
um ekki ástæöu til neinna athugasemda
viö þær og leggjum til aö þingiö veiti
þeim viötöku, eins og þær liggja fyrir.
Asmundur P. Jóhannsson
Kristján S. Pálsson
J. HúnfjörS.