Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 235
TÍU'NDA ÁRSÞING
201
Var skýrslan sarriþykkt.
Otbreiöslumáliö var næsta mál á dag'-
skrá. Fór forseti nokkrum orðum um
þaíS og: benti meöal annars á þörfina á þvi,
að prenta bækling' er svaraöi spurning-
unni: Til hvers Þjóöræknisfélagiö væri
-til og- hverjar væru hugsjónir þess. Árni
Eggertsson lagði til og Jón Hiúnfjörö
studdi, aö fimm manna nefnd væri skipuð
í útbreiöslumálið. Samþykkt. Þessir
voru skipaöir í nefndina: Hjálmar Gísla-
son, Þorsteinn Guðmundsson, Andrés
Skagfeld, Guöjón Friðriksson og Jón
Stefánsson.
I>eim liö dagskráar er fjallaöi um
fræðslumál var frestað, samkvæmt skýr-
ingu frá milliþinganefnd í því máli um aö
fyrirlestur yröi fluttur af séra Jóhanni
P. Sólmundssyni að kveldinu um það efni.
Þá var á dagskrá Tímaritsmálið. Lagði
Ásgeir I. Blöndahl til og B. B. Olson
studdi, að fimm manna nefnd væri skipuð
i málið.
Séra Jónas A. Sigurðsson hreyfði því
að æskilegt væri að þetta mál væri rætt
svo aö hin fyrirhugaöa nefnd, gæti að
einhverju leyti stuðst viö álit þingsins.
Var hann ekki með breytingu á Tímaritinu
í þá átt er um hafði verið ritað. Annað
og meira þvrfti með til að ná æskulýðn-
um inn á íslenzkar brautir, en litilsháttar
lesmál fyrir hann í tímariti.
Ásgeir I: Blöndahl minntist á hvort
ekki væri kleift kostnaðins vegna, að
“breyta ritinu í ársfjórðungsrit og selja það
i stað þess að gefa það félögum. Kvaðst
vera svo ánægður með ritið að hann vildi
að það væri sem tíðastur gestur á íslenzk-
•um heimilum.
Jón Stefánsson áleit breytinguna á ritinu
gagnslausa að því er æskulýðinn áhrærði.
Árni Eggertsson áleit erfiðara að safna
augiýsingum fyrir ársfjórðungsrit en árs-
rit og efaðist um að með því yrði rnlætt
lcostnaði af tíðari útgáfu ritsins.
Að þessum umræðum loknum var sam-
þykkt, að skipa fimm manna nefnd í mál-
ið og var 'hún sem hér segir: B. B. Olson,
séra Benjamín KriStjánsson, Ásgeir I.
Blöndahl, séra Jónas A. Sigurðsson, Árni
Eggertsson.
Húsbyggingamálið var næsta dagskrár-
mál. Lýsti Árni Eggertsson því yfir, að
milliþinganefndin hefði ekkert starfað á
árinu. En á nýrri hugmynd hefði brytt,
sem ef til vill væri nokkurs vert að íhuga.
En hún væri i stuttu máli sú, að Norð-
menn, Svíar, Íslendingar og Danir slæu
sér saman um að reisa stónhýsi eins og
það, sem fyrir Þjóðræknisfélaginu hefði
vakað. Lagði hann til, og Sig'fús Bene-
diktsson studdi, að fimm manna nefnd sé
skipuð í málið.
Allmiklar umræður urðu um þetta mál.
Ásmundur P. Jóhannsson áleit málið ó-
tímabært. Félagið væri félaust og ó-
kleift myndi jafnvel í félagi með öðrum
þjóðflokkum, að færast i fang húsbygg-
ingu.
Sigfús Halldórs frá Höfnum kvað sér
það gleðiefni að heyra nýjar hugmyndir
koma fram í málinu. Hélt hann íslend-
ingum ekkert ógreiðara um framkvæmd-
ir en Svium, sem ákveðið hefðu, að hefj-
ast handa og byggja árið 1930, árið sem
íslendingar ætluðu heim í einingunni!
Að koma sér upp heimili væri eitt allra
mesta nauðaynjamál Þjóðræknisfélags-
ins.
Forseti skýrskotaði til þess er hann
hafði sagt í ávarpi sinu til þingsins.
Kvað hann sérstaklega ýmsum Svíum vera
þetta áhugamál. Yrði þetta vegsauki
norrænum mönnum í landinu, ef úr gæti
orðið. Og engin veruleg ástæða sjáan-
leg fyrir því, að þetta ætti ekki að takast.
Jón S. Gillis kvaðst sömu skoðunar og
Á. P. J.; Þjóðræknisfélagið hefði ekkert
við heimili að gera er þing þess kæmi ekki
nema einu sinni saman á ári.
Var nú samþykkt að skipa nefndina, og
þessir kvaddir í hana: Árni Eggertsson,
Páll S. Pálsson, Þórður Bjarnason, séra
Þorgeir Jónsson og Kristján Bjarnason.
Að þvi búnu spurði forseti eftir skýrsl-
um frá deildum.
Var þá skýrsla lesin yfir kennslustarf
í íslenzku frá umferðakennurum deildar-
innar Frón. Hafði kennslan staðið yfir