Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 236
202
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
frá 15. nóverober 1928 til febrúarloka
1929. 87 börn nutu kennslunnar. Kenn-
arar voru Ragnar Stefánsson og Mrs. E.
Sigurösson.
Einnig- var lesin skýrsla frá fjármála-
ritara Fróns, Guöm. K. Jónatanssyni. Sam-
kvæmt henni hefir félagatala deildarinnar
aukisí um 85 á árinu; eru því nú alls 262
félagar í Frón. Deildin hefir fundi
reglulega, sem jafnaöarlegast eru vel
sóttir og góö skemtun er aö.
Skýrsla var og lesin frá deildinni Hörpu
í Winnipegosis viðvíkjandi starfi hennar
á árinu. Haföi deildin ráðiö Jón Friö-
fnnsson tónskáld til söngkennslu í nokkra
mánuöi, meö ágætum árangri.
Lagöi Sigfús Halldórs frá Höfnum til
og Sigfús B. Benediktsson studdi, aö þing-
ið greiddi Jóni Friðfinnssyni þakklætis-
atkrvæði fyrir störf hans í þarfir söng-
fræöslu á meöal íslenzks æskulýðs. Var
það samþykkt með því aö þingheimur
stóö á fætur.
Bókasafnsmálið var næst á dagskrá.
Lagði Sigfús Halldórs frá Höfnum til og
Páll S. Pálsson studdi, aö skipuö sé 3.
manna nefnd í málið. Samþykkt. Þess-
ir voru kvaddir i nefndina: Halldór S.
Bardal, Jóhannes H. Húnfjörö, Þorsteinn
Guðmundsson.
Þá var íþróttamálið til íihugunar. Eyrir
hönd milliþinganefndar í því máli, gaf
Sigfús Halldórs frá Höfnum þá skýringu,
að íþrótúr væru nú mjög lítið stundaðar,
og þótti hafa skort fylgisöflun frá fél-
agsstjórninni, því enginn áhugi heföi
nokkurntíma náöst né næðist meö bréfa-
skrif um, en vonaði að á því yrði ráðin
einihver bót. Var málinu visað til vænt-
anlegrar félagsstjórnar.
Lá þá fyrir stjórnarskrárbreytingar-
máliö. Las forseti fyrir hönd félags-
stjórnar upp 'breytingar á stjórnarskrá
félagsins er svo hljóðuðu-
13. gr. (Frh. viö þaö sem fyrir er) :
Nú vill einhver embættismaður félagsins
hætta við embætti sitt. Skal hann þá til-
kynna forseta það — eða varaforseta, sé
um forsetan sjálfan að ræða — aö hann
hæ'ti störfum. Leggi bæði aðalmaöur og
varamaöur einhvers embættis niður starf
milli þinga, skal forseti skipa einhvern
annan embættismann til þess aö gegna
því starfi til næsta þings.
20 grein
Skuldlausir félagar, 18 ára eöa eldri,
hafa heimild til að greiða atkvæöi á
þinignm, hafi þeir eigi afsalaö sér þeim
réttindum samkvæmt 21. grein.
21. grcin
Nú æskir deild félagsins að einstakir fél-
agar, er eigi geta sótt þing, fái neytt
atkvæðisréttar síns. Skal þá félags-
mönnum þessum heimilt að veita einhverj-
um deildarfélaga skriflegt umboð til þess
að fara með a'kvæði sin, enda hafi forseti
og skrifari deildarinnar staðfest umboöið
með undirskriftum sínum. Þó skal eng-
um fulltrúa leyfilegt aö fara með fleiri
en 10 atkvæði samdeildarmanna. At-
kvæði þessi gilda aðeins fyrir deildir utan
Winnipegborgar.
27. grcin
Félagið skal hafa félagsinnsigli, sem
ávalt skal vera i vörzlu skrifara.
Öll skjöl er staöfest eru af félaginu,
skulu staðfest á þann hátt að þau séu
merkt með innsigli félagsins ásamt undir-
skriftum forseta og skrifara.
28. grcin
27. grcin verður 28. grein. Viö hana
bætist: ....og öðlast því aðeins gildi að
náö hafi samþykkt Ríkisritara Canada.
Þorsteinn Guömundsson og Ásgeir f:
Blöndahl, voru ekki meö öllu samþykkir
þessum stjórnarskrárbreytingum. Séra
Jónas A. Sigurðsson .gat um tillögu, er
samþykkt hafði verið í deildinni Brúin í
Selkirk og svo hefði hljóðaÖ:
“Á fundi sem haldinn var 5. febrúar
í deildinni Brúin í Selkirk, var samþykkt
þannig orðuö tillaga:
“Deildin Brúin vill helzt að 21. grein
laga félagsins um réttindi deilda, sé eins
og hún er, en sé henni breytt, þá sé lág-
mark erindsreka miöað við 25.
Önnur samþykkt var að bjóða Þjóð-
ræknisfqlaginu að halda næsta ársþing i
Selkirk 1930