Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 253
TÍUNDA ÁRíSÞING
219-
rundarstjórn. Var honum heilsað er hann
tók sætiS með lófaklappi af þingrheimi.
Þá var og lagt til aS fráfarandi forseta
sé greint þakklætisatkvæði fyrir frámuna-
lega vel unniö tveggja ára forsetastarf.
Sannþykkt meS lófaklappi.
Forseti minntist nokikurra látinna fél-
aga á árinu. Reis þingheimur úr sæti
í samhyggSarskyni.
Séra Rúnólfur Marteinsson benti á aö
sér fyndist viöeigandi að Þjóðræknisifél-
agiö gengist fyrir prentun á fyrirlestri
iþeim, er sérá J. P. Só'lmundsson flutti á
þinginu.
Séra R. E. Kvaran lagði til og Friðrik
Sveinsson studdi, að stjórnarnefnd reyni
að sjá utn að fyrirlesturinn komi fyrir al-
anenningssjónir. Sanfþykkt.
Sigfús Halldórs frá Höfnum fór nokkr-
um orðurn um vandkvæðin á því, að fá
æskulýðinn til þess að lesa íslenzkt mál.
Kivað hann áhrif Þjóðræknisfélagsins enn
allt of lítil í þá átt. Æsikunni yrði fél-
agið að ná. Kirkjumálaríg kvað
hann stinga upp höfði of títt í þjóðræknis-
málunum sem öðrum málum Vestur-íslend-
inga. Áleit hann íþróttir og söng ein-
hlítas‘a ráðið til að hylla æskuna. Gerði
hann að tillögu og Jón Stefánsson studdi,
að þingið fæli stjórn Þjóðræknisfélagsins,
að styðja að söngkennslu af ítrustu kröft-
um á árinu. Samþykkt.
Ragnar E. Kvaran, forseti.
J. J. Biidfell talaði nokkur orð viðvíkj-
andi því, að beina huga íslenzkrar æskit
hér til Island's. Kvað hann ýmsa vegt
til þess. Eitt meðal annars væri, að .fræða
æskulýðinn um ísland með myndum.
Þá var lagt til og samþykkt, að svara
hinu bróðurlega skeyti frá Swedish Can.
League.
Deildinni “Brúin” var og þakkað fyrir
tilboðið að hafa næsta ársþing í Selkirk,
hvort sem föng yrðu á því eða ekki.
Þeigar hér var komið var hinn setti rit-
ari þingsins, Stefán Einarsson, beðinn að
lesa siðasta fundargerning. Var hann
samþykktur.
Hafði nú þingið staðið yfir í þrjá daga
og starfað bæði að degi og kveldi, nerna
kveld það er deildin “Frón” hélt hið á-
gæta mót sitt, er sagt hefir verið frá áður.
Var eftirtektarvert hvað þingið var vel
sótt, rnátti heita ‘húsfyllir á hverjum fundi.
Hefir áhugi Islendinga víst aldrei verið-
meiri fyrir málefnum Þjóðræknisfélagsins,
en á þessu síðasta þingi, enda er starfs-
svið félagsins orðið víðtækara en nokk-
urs annars íslenzks fólags vestanhafs, bæðí
inn á við og út á við.
Áður en þinginu var slitið og menn tók-
ust í hendur að skilnaði, voru sungnir
þjóðsöngvar ættjarðarinnar og fóstrunnar
og ríkisins.
Þingi slitið.
Stefán Einarsson, skrifari þingsins.
3o-